Fréttir frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands
30.01.2020
Ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga
|
|
Ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum fór fram nýverið. Uppbókað var á ráðstefnuna en hægt er að sjá upptöku af henni á youtube síðu Reykjavíkurleikanna hér.
Megin áherslur ráðstefnunnar:
- Niðurstöður rannsóknar um aðkomu sveitarfélaga að afreksíþróttum.
- Jafnréttismál innan íþróttafélaga.
- Börn af erlendum uppruna og íþróttir.
- Jafnrétti fatlaðra barna í íþróttum.
- Viðhorf og óskir barna og unglinga.
- Trans fólk og íþróttir.
Að ráðstefnunni stóðu: Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG – Reykjavík International Games.
|
|
|
Þjálfaramenntun ÍSÍ - Vorfjarnám hefst 3. febrúar
|
|
Vorfjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 3. febrúar nk., bæði á 1. stigi og 2. stigi. Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. ÍSÍ sér um almenna hlutann og fer öll kennsla fram í fjarnámi. Sérsambönd ÍSÍ sjá um sérgreinahlutann. Kostnaður: (Fyrirmyndarfélög og deildir fá 20% afslátt fyrir sína þjálfara) 1. stig: 30.000 kr. 2. stig: 28.000 kr. 3. stig: 40.000 kr.
Nánari upplýsingar má finna hér á vefsíðu ÍSÍ.
|
|
Dagur í lífi íþróttafólks - Anton Sveinn McKee
|
|
|
|
Lífshlaupið 2020 - Hefst 5. febrúar
|
|
Lífshlaupsárið hefst þann 5. febrúar. Opnað hefur verið fyrir skráningu á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. |
|
|
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Á síðasta ári voru um 17 þúsund virkir þátttakendur í samtals um 500 skólum og vinnustöðum. Verkefnið miðar að því að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Lífhlaupið er góð byrjun á hreyfingu fyrir lífstíð.
Eftirfarandi keppnir eru hluti af Lífshlaupinu:
- Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
- Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
- Vinnustaðakeppni í þrjár vikur, 5. - 25. febrúar.
- Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið.
|
|
|