Fréttir af Siglingaklúbbnum Drangey

Siglingaklúbburinn hefur sótt formlega um aðild að UMSS. Við tökum því fagnandi og er búist við því að þeir verði fullgildir aðilar eftir næsta aðalfund. Siglingaklúbburinn ætlar einnig að standa fyrir námskeiðum í sumar.

Haldin verða siglinganámskeið fyrir 10-14 ára börn í tvær vikur í samstarfi við Siglingaklúbburinn Nökkva með stuðningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. 

Námskeiðin verða:

22. júní - 26. júní: Fyrir hádegi, kl. 9-12.
22. júní - 26. júní: Eftir hádegi, 13-16.

29. júní - 3. júlí: Fyrir hádegi, kl. 9-12.
29. júní - 3. júlí: Eftir hádegi, 13-16.

Námskeiðin eru haldin við Suðurgarð á Sauðárkróki en verið er að koma upp aðstöðu til bráðabirgða þar fyrir Siglingaklúbbinn Drangey, en það er von félagsins að koma upp aðstöðu til framtíðar á þessu svæði.

Námskeiðin eru einkum fyrir 10-14 ára börn en þeir sem hafa áhuga er velkomið að hafa samband og koma á námskeið. Skráning á námskeiðið var í gegnum SumarTím en einnig er hægt að skrá sig beint hjá Siglingaklúbbnum Drangey siglingaklubbur@utinam.is  eða hjá Jakob í síma 860 2096.

 

Opnuð hefur verið vefsíða Siglingaklúbbsins Drangey undir www.utinam.is, einnig hægt að smella hér.