Fræðsludagur UMSS 2024 verður haldinn í Hús frítímans Sæmundargötu 7 þann 21. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, þeirra deildum og nefndum, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludegi UMSS 2024.
Dagskrá Fræðsludags UMSS 2024;
kl. 17:30 Húsið opnar
kl. 17:40 Svæðisskrifstofur Íþróttasvæðanna - kynning
Hlutverk svæðisstöðvanna er að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni, styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðla þannig að farsæld barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar. Áhersla er á að niðurstaðan tryggi aukið fjármagn út á land, samræmdar reglur verði óháð aðild að samtökunum og sérstök áhersla lögð á að uppfylla markmið samtakanna og stjórnvalda.
Stofnun starfsstöðvanna átta sem eru dreifðar um allt land, fellur vel að áherslum og stefnu mennta- og barnamálaráðuneytisins í íþróttamálum til ársins 2030. Horft er til þess að auka íþróttaþátttöku barna og ungmenna, auka áherslu á þátttöku fatlaðra barna í íþróttastarfi, ná betur til barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
kl. 18:15-18:30 kaffihlé
kl. 18:30 Kristján Hafþórsson, "Þú ert frábær!"
Fyrirlestur sem fjallar um hugrekki, valdeflingu og jákvæðni. Kristján er tveggja barna faðir, eiginmaður og býr í Laugardalnum, er með BA gráðu í félagsfræði og er í meistaranámi við Háskóla Íslands í nýsköpun og viðskiptaþróun. Hann er stjórnandi hlaðvarpsins Jákastið sem fjallar að mörgu leyti um sömu hluti og fyrirlesturinn og er rauði þráðurinn þar líka jákvæðni, hugrekki og valdefling.
kl. 19:30 Formannafundur UMSS
Formenn og stjórnarfólk aðildarfélaga og deilda innan UMSS er boðað á formannafund þar sem rætt er það sem er á döfinni hjá íþróttahreyingunni í Skagafirði.
kl. 20:30 Fræðsludegi UMSS 2024 slitið.