Fræðsludagur UMSS 2022

Fræðsludagur UMSS 2022 verður haldinn í Ljósheimum þann 15. nóvember og hefst hann kl. 17:30.

Fræðsludagur UMSS er ætlaður eldri iðkendum, foreldrum, þjálfurum og stjórnarfólki aðildarfélaga UMSS. 

 

Dagskrá Fræðsludags UMSS 2022;

kl. 17:15 Húsið opnar

kl. 17:30 Betri svefn, Inga Rún Björnsdóttir sálfræðingur

Í fyrirlestrinum er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur. Hversu mikið þurfum við að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn? Hvernig virkar líkamsklukkan? Hvenær eru einbeiting og athygli í hámarki og hvenær erum við líklegust til að ná sem mestum líkamlegum árangri?  Hvenær er t.d. afkastageta hjarta- og æðakerfis og vöðvastyrkur í hámarki? Af hverju skiptir svefn máli fyrir endurheimt? Hver eru algengustu vandamálin sem tengjast svefni og hvað getum við sjálf gert til að stuðla að góðri svefnheilsu og tryggja góðan nætursvefn?

kl.18:30-19:00 Matarhlé

kl. 19:00 Einelti, rafrænn fyrirlestur frá Sentiu Sálfræðistofu

Fyrirlestur um einkenni og afleiðingar eineltis meðal barna, ungmenna og fullorðinna. Farið yfir úrræði því tengdu. 

Kl. 19:50 Kynning á nýju samræmdu viðbragðsáætluninni fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. 

Kl. 20:10 Reglugerð um val á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði og umsóknir í Afrekssjóð UMSS 2022. 

Kl. 20:30 Önnur mál

 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.