Fræðslufundur UMSS 2021
Fræðsludagur UMSS 2021 verður haldinn í Miðgarði Varmahlíð þann 10. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, þeirra deildir og nefndir, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludegi UMSS 2021.
Dagskrá Fræðsludags UMSS 2021;
kl. 17:15 Húsið opnar
kl. 17:30 Sigurbjörg Sigurpálsdóttir samskiptaráðgjafa íþrótta og æskulýðsstarfs.
Markmið með starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er að slíkt starf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Með atvikum og misgerðum er átt við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik.
- Kynning á starfi samskiptaráðgjafa.
- Kynning á öflun upplýsinga úr sakaskrá.
- Kynning á vinnu við samræmingu viðbragðsáætlana vegna atvika og misgerða.
18:30-19:00 Matarhlé
kl. 19:00 Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi sveitarfélaganna
Fjarfundarkynning um framkvæmd Samtaka íslenska sveitarfélag um aðgerðaáætlun 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitn og tengingu inn á lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem taka gildi um áramótin.
Kl. 19:30 Aðgerðar - og siðareglur UMSS
Kl. 19:45 Umræða og lokaorð.
Óskað er eftir því að á kynninguna mæti forsvarsaðili eða stjórnarmeðlimir félaga eða starfseininga ásamt einhverjum starfsmönnum, leiðbeinendum eða þjálfurum sem vinna oftar í beinum tengslum við þátttakendur og iðkendur. Í kjölfar kynningarinnar verður útbúið efni sem félög geta nýtt sér til að koma skilaboðunum áfram innan sinna raða.
Endilega látið þetta berast til ykkar stjórnarmanna, nefnda og þjálfara.
Munið eftir grímunni.