Í gærkvöldi var haldinn formannafundur UMSS. Þar voru boðaðir til fundar formenn aðildarfélaga UMSS til skrafs og ráðagerða. Á dagskrá var m.a. fyrirkomulag umsókna til sveitarfélagsins um fjármuni til reksturs félaganna. Breytingar hafa orðið á þeim málum á þann veg að nú eru umsóknir sendar inn til UMSS sem fer yfir þær og gerir tillögur um útdeilingu fjármuna. Einnig var farið aðeins yfir námskeið á vegum sem ber heitið Félagsmálatröllið og verður haldið á Sauðárkróki 24.-25. mars næstkomandi. Námskeiðið er ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 17-25 ára og byrjar á föstudeginum kl 16.