Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins á Sauðárkróksvelli, Fjölþrautamót UMSS, fer fram laugardaginn 18. júní og hefst mótið kl.14. Á heimasíðu UMSS segir að starfsfólk vanti fyrir mótið og þeim sem vilja hjálpa bent á að hafa samband við skrifstofu eða netfangið UMSS@simnet.is
Flokkar og keppnisgreinar:
-
12 ára og yngri : 60m – langstökk – kúluvarp – 600m.
-
13 ára: 60m grind – langstökk – kúluvarp – 600m.
-
14 ára: 80m grind – hástökk – spjótkast – kúluvarp – 600m.
-
15 ára: 80m grind – hástökk – spjótkast – kúluvarp – 600m.
-
16-17 ára: “Gamla Fimmtarþrautin”: Langstökk – spjótkast – 200m – kringla – 1500m.
- 18 ára+: “Gamla Fimmtarþrautin”: Langstökk – spjótkast – 200m – kringla – 1500m.
Nánari upplýsingar veitir Elmar Eysteinsson á umss@simnet.is.