Um helgina 2.-3. október fór fram í sundlaug Sauðárkróks Norðurlandsmót í sundi. Krakkarnir okkar létu ekki sitt eftir liggja og settu alls 7 met í yngri flokkum.
Einar Helgi Guðlaugsson í flokki drengja setti skagafjarðarmet í
100m flugsundi, tími 1:22,18,
100m skriðsundi, tími 1:07.06,
400m skriðsund, tími 5:37.98 og
200m fjórsund, tími 2:48.75.
Árni Rúnar Hrólfsson setti Skagafjarðarmet í flokki drengja,
100m baksund, tími 1:23.25.
Ingunn Kristjánsdóttir setti Skagafjarðarmet í 400m skriðsundi telpna á 5:49.40 en stuttu seinna bætti
Erla Björt Björnsdóttir metið í 5:46.07.