Félagsmálanámskeið á Löngumýri

UMSS og Búnaðarsamband Skagfirðinga verða með námskeið um fundarstörf og fundarstjórnun að Löngumýri 25 og 26 apríl kl. 20.
Skráning er hjá Guðmundi Þór í netfangi g.thor@simnet.is, og í síma 861-3488
Leiðbeinendur eru frá JC hreyfingunni og er þátttökugjald kr. 2500.-

Fundarstörf og fundarstjórnun:

Þátttakendur fá góða tilfinningu fyrir mikilvægi faglegrar fundarstjórnar, jafnt stærri sem smærri funda og hvernig þeir geta sjálfir fengið sem mest út úr fundarsetu sem fundarmenn.
Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa. Þátttakendur fá þjálfun í réttum fundarsköpum og að stjórna fundum. Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund.

Námskeiðið er 6 tímar.