Jóhann Björn í landslið fyrir NM 19 ára og yngri

Norðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsíþróttum fer fram í Vaxjö í Svíþjóð helgina 18.-19. ágúst.

Eins og áður senda Íslendingar og Danir sameiginlegt lið til mótsins. 16 Íslendingar eru í liðinu nú, valdir á grundvelli strangra lágmarka sem sett voru.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, er í hópnum nú. Hann mun hlaupa 100m og verður einnig í boðhlaupssveitum í 4x100m og 4x400m boðhlaupum.

Jóhann Björn hefur tekið miklum framförum í sumar og um síðustu helgi hljóp hann 100m á 11,05sek, og er kominn í allra fremstu röð spretthlaupara hér á landi.