Dagur sjálfboðaliðans

Fimmtudaginn 5. desember kl. 10-17 bjóðum við sjálfboðaliðum, þjálfurum, iðkendum og öllum þeim er tengjast íþróttastarfi í Skagafirði að kíkja við í þjónustumiðstöð UMFÍ, skrifstofu UMSS og svæðisstöðva íþróttahéraða UMFÍ og ÍSÍ að víðigrund 5 á Sauðárkróki.

Velkomin í spjall, drykki, vöfflur og piparkökur.

Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar, við hlökkum til að taka á móti ykkur.