Björn Jónsson hestaíþróttamaður Skagafjarðar

Hrossaræktarbúið Miðsitja og Björn Jónsson frá Vatnsleysu voru fremst meðal jafningja í hestamennskunni í Skagafirði á árinu. Miðsitja var valið hrossaræktarbú ársins og Björn kosinn hestaíþróttamaður Skagafjarðar 2004 á afmælis- og uppskeruhátíð Skagfirðinga í reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi.

Björn átti gott ár í hestamennskunni og náði stórgóðum árangri á henni Lydíu frá Vatnsleysu, varð meðal annars landsmótsmeistari í tölti á henni. Í ungmennaaflokki var það hún Heiðrún Ósk Eymundsdóttir sem fékk titilinn. Eyrún Ýr Pálsdóttir frá Flugumýri var valin hestaíþróttamaður Skagafjarðar í unglingaflokki. Svo var það Sigurlína Magnúsdóttir frá Íbishóli sem þótti skara fram úr af þeim sem kepptu í barnaflokki á árinu.