Bikarmót FRÍ 1. deild

Í fyrsta sinn í sögu bikarmóta FRÍ verður það haldið utan höfuðborgarsvæðisins, og í ár var íþróttavöllur Skagfirðinga á Sauðárkróki fyrir valinu. 

Bikarkeppni FRÍ, 1. deild fer fram föstudaginn 25. og laugardaginn 26. ágúst á Sauðárkróksvelli í umsjón frjálsíþróttaráðs UMSS.

Þátttökurétt eiga eftirfarandi lið:
Ármann/Fjölnir, Breiðablik, FH, HSÞ, ÍR og UMSS.

UMSS hvetur alla velunnara frjálsra íþrótta að mæta á völlinn og hvetja okkar unga afreksfólk til dáða.