Bikarkeppni FRÍ utanhúss 2019
26.07.2019
Frjálsíþróttaráð UMSS og Kraftlyftingafélag Akureyrar - frjálsar, senda sameiginlegt lið á Bikarkeppni FRÍ utanhúss í ár. Bikarkeppni er keppni milli liða og í ár er keppt í eftirfarandi greinum:
Karlar: 100 m hl, 400 m hl, 1500 m hl, 110 m gr hl, 1000 m boðhlaup, hástökk, þrístökk, kringlukast og spjótkast.
Konur: 100 m hl, 400 m hl, 1500 m hl, 100 m gr hl, 1000 m boðhlaup, langstökk, stangarstökk, kúluvarp og sleggjukast.
Það lið, sem hlýtur flest stig hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari í frjálsíþróttum”
8 lið keppa í ár; Breiðablik, FH-A, FH-B, Fjölelding (Fjölnir - Afturelding), HSK, ÍR-A, ÍR-B og UMSS/KFA.
Skráðir keppendur og varamenn frá UMSS eru þau; Andrea Maya Chirikadzi, Aníta Ýr Atladóttir, Daníel Þórarinsson, Guðmundur Smári Guðmundsson, Ísak Óli Traustason, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ragna Vigdís Vésteinsdóttir, Rúnar Ingi Stefánsson, Stefanía Hermannsdóttir og Sveinbjörn Óli Svavarsson.