Bikarkeppni FRÍ utanhúss 2019

Frjálsíþróttaráð UMSS og Kraftlyftingafélag Akureyrar - frjálsar, senda sameiginlegt lið á Bikarkeppni FRÍ utanhúss í ár. Bikarkeppni er keppni milli liða og í ár er keppt í eftirfarandi greinum:
 
Karlar: 100 m hl, 400 m hl, 1500 m hl, 110 m gr hl, 1000 m boðhlaup, hástökk, þrístökk, kringlukast og spjótkast.
 
Konur: 100 m hl, 400 m hl, 1500 m hl, 100 m gr hl, 1000 m boðhlaup, langstökk, stangarstökk, kúluvarp og sleggjukast.
 
Það lið, sem hlýtur flest stig hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari í frjálsíþróttum”
 
8 lið keppa í ár; Breiðablik, FH-A, FH-B, Fjölelding (Fjölnir - Afturelding), HSK, ÍR-A, ÍR-B og UMSS/KFA.
 
Skráðir keppendur og varamenn frá UMSS eru þau; Andrea Maya Chirikadzi, Aníta Ýr Atladóttir, Daníel Þórarinsson, Guðmundur Smári Guðmundsson, Ísak Óli Traustason, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ragna Vigdís Vésteinsdóttir, Rúnar Ingi Stefánsson, Stefanía Hermannsdóttir og Sveinbjörn Óli Svavarsson.
 
Áfram UMSS!