Fimmtudagskvöldið 17. mars 2011 var haldið 91. ársþing UMSS. Þingið fór fram á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki og var í boði Golfklúbbs Sauðárkróks sem bauð uppá stórgóðar veitingar.
Eftirfarandi breytingar urðu á stjórn: Úr stjórn gengu Sigmundur Jóhannesson og Sigurgeir Þorsteinsson. Áfram sitja í stjórn Sigurjón Leifsson og Hjalti Þórðarson.
Fjölmörg málefni voru á þinginu og m.a. sótt um að halda Unglingalandsmót 2013 og 2014. Eins var ákveðið að sækja um Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri árið 2012. Starfsmerki UMFÍ voru veitt af Sæmundi Runólfssyni framkvæmdastjóra UMFÍ og fengu hjónin og dugnaðarforkarnir Viggó Jónsson og Rannveig Helgadóttir merkin að þessu sinni. Viðar Sigurjónsson fulltrúi ÍSÍ veitti tveimur sundkonum viðurkenningar fyrir að hafa synt Drangeyjarsund. Heiða Björk Jóhannsdóttir var fyrsta konan sem synti Drangeyjarsund og á eftir henni Sara Jane Emily Card. Afhenti Viðar stjórn UMSS bikar með nöfnun þeirra sem hafa synt þetta sund.
Fulltrúar og gestir á þinginu voru liðlega 50.