Ársþing UMSS

Ársþing UMSS var haldið föstudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Rétt til setu áttu 56 fulltrúar og mættu 36. Margir góðir gestir heiðruðu samkomuna og má þar nefna Hafstein Pálsson og Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Hring Hreinsson, Sæmund Runólfsson og Ómar Braga Stefánsson frá UMFÍ.
Með fyrstu málefnum á dagskrá var að taka nýtt félag inn í UMSS en á síðasta ári óskaði Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar eftir inngöngu í sambandið. Var innganga Vélhjólaklúbbsins samþykkt samhljóða. Vinna á þinginu var málefnaleg og margar ágætar tillögur ræddar og lagðar fram til samþykktar.
Kosning í stjórn og nefndir sambandsins var einn liður að venju og mesta athygli í því sambandi vekur að ekki tókst að finna formann. Samþykkt var að ný stjórn hefði einn mánuð til að finna nýjan formann. Haraldur Þór Jóhannson sem verið hefur formaður síðan 1999 lét af störfum. Einnig létu af störfum Hjalti Þórðarson sem verið hefur gjaldkeri síðan 1998 og Steinunn Hjartardóttir sem verið hefur í stjórn síðan 2000.

Eftirtaldir hlutu kosningu í stjórn og nefndir UMSS
Í stjórn til tveggja ára: Margrét Stefánsdóttir og Arnar Halldórsson
Í stjórn til eins árs: Kolbrún Sæmundsóttir

Varamenn í stjórn:
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ingi Björn Árnason og Kristín Jóhannesdóttir

Afreksmannasjóður:
Birgir Rafnsson, Haraldur Þór Jóhannsson og nýr formaður

Boltaráð:
Bjarki Árnason, Ómar Bragi Stefánsson og Hjalti Þórðarson

Frjálsíþróttaráð:
Gunnar Sigurðsson, Guðríður Magnúsdóttir, Steinunn Hjartardóttir og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir

Hestaíþróttaráð:
Aðalmenn:  Elisabet Jansen, Eyþór Einarsson og Magnús Bragi Magnússon
Varamenn:, Sigurbjörn Þorleifsson, Ingimar Jónsson og Bjarni Jónasson

Skíðaráð:
Birgir Gunnarsson, Gunnar Björn Rögnvaldsson og Sveinn Sverrisson

Sundráð:
Hallfríður Guðleifsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir  og Valgeir Kárason

Skoðunarmenn reikninga:
Aðalmenn: Frímann Guðbrandsson og Jóhann Sigmarsson
Varamenn: Jón Sigfús Sigurjónsson og Sigríður Ingólfsdóttir