92 Ársþing UMSS var haldið fimmtudaginn 22. mars sl.
Þar var kjörinn ný stjórn UMSS í stjórninni sitja Sigurjón Leifsson sem var kosinn formaður, Þröstur Erlingsson og Elisabeth Jansen sitja áfram í eitt ár i viðbót, en nýjir í stjórn eru Jón Daníel Jónsson og Rúnar Vífilsson. Varastjórn er skipuð af þeim Margréti Sigurðardóttir, Sigmundi Jóhannessyni og Þorgerði Þórhallsdóttir.
Gestir á þinginu voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ og Garðar Svansson sem situr í stjórn ÍSÍ. Helga Guðrún veitti starfsmerki UMFÍ en þau fengu Jónína Stefánsdóttir, Hjörtur Geirmundsson, og Hrafnhildur Pétursdóttir og óskar UMSS þeim til hamingju með viðurkenninguna.