Seinni dagur á Meistaramóti Íslands 15-22 ára lauk í dag á Laugarvatni. Uppskera Skagfirðinga var allnokkur á mótinu þó liðið næði ekki að blanda sér í hóp sigursælustu liða. Alls unnust um helgina 7 gull, 2 silfur og 4 brons.
Í dag vann Gauti Ásbjörnsson þrístökk með 13,08 m og varð í 2. sæti í hástökki með 1,80 m.
Þorbergur Ingi Jónsson (19-22 ára) vann tvöfalt í dag í 800 m hlaupi á 2:01,26 mín og 3000 m hlaup á 9:27,61 mín.
Kári Steinn Karlsson vann 3000 m hlaup á 8:53,07 mín.
Guðjón Kárason (17-18 ára) varð í 3. sæti í þrístökki með 12,31 m.