Áframhaldandi metasöfnun frjálsíþróttafólks

Frjálsíþróttafólk úr röðum UMSS heldur áfram að setja íslandsmet og á árinu settu Kári Steinn og Gauti Ásbjörnsson nokkur met. Nú eru með skráð alls 79 íslandsmet hjá keppendum UMSS í öllum aldursflokkum, þar af 74 einstaklingsmet. Elsta metið á Sigurlína Gísladóttir en hún setti sitt lífseiga met í langstökki án atrennu árið 1973. Flest metin á Sveinn Margeirsson sem á alls 27 met, 18 úti og 9 inni, sem er hreint út sagt ótrúlega gott.
Eftirfarandi met á Sveinn:
  Fullorðinsfl úti; 2000 m hindrun, 3000m hindrun.
  21-22 ára úti; 1 míla, 2 mílur, 5000m, 3000m hindrun. inni; 3000m.
  19-20 ára úti; 2 mílur, 3000m, 5000m, 3000m hindrun. inni; 800m, 1000m, 1500m, 3000m.
  17-18 ára, úti; 1 míla, 2 mílur, 3000m, 3000m hindrun. inni; 1000m, 1500 m.
  15-16 ára úti; 5000m, 10000m. inni; 800 m, 1500m.
  13-14 ára úti; 1500m, hálfmaraþon.

Næstur á eftir Sveini kemur Jón Arnar Magnússon með 10 íslandsmet, öll í fullorðinsflokki. úti; 100m, 200m, 300m, 110 m grind, langstökk, tugþraut. inni; 50m grind, 60m grind, þríþraut, sjöþraut.

Aðrir sem eiga skráð íslandsmet eru:
Björn Margeirsson  21-22 ára inni; 1500m. 15-16 ára úti; 800m, 1000m, 1500 m, 1 míla, 2000m, 3000m. inni; 1000m.

Gauti Ásbjörnsson 21-22 ára úti; stangarstökk. 19-20 ára úti og inni; stangarstökk. 17-18 ára úti og inni; stangarstökk. 11-12 ára úti; stangarstökk.

Sigurður Karlsson 17-18 ára úti; spjótkast, tugþraut, tugþraut drengja. inni; sjöþraut

Kári Steinn Karlsson 21-22 ára; 10000m. 19-20 ára; 10000m. 17-18 ára 5000m, 10000m. inni; 3000m. 15-16 ára inni; 3000m.

Ágúst Andrésson 15-16 ára úti; spjótkast.

Gísli Sigurðsson fullorðinsfl inni; fimmtarþraut.

Sunna Gestsdóttir fullorðinsfl úti; 60m, 100m, 300m, langstökk. inni; langstökk.

Helga Elísa Þorkelsdóttir fullorðinsfl inni; 600m. 21-22 ára inni; 600m, 19-20 ára inni; 600m.

Vilborg Jóhannsdóttir fullorðinsfl inni; sexþraut.

Arndís María Einarsdóttir 17-18 ára inni; 400m.

Sigurlína Gísladóttir 15-16 ára inni; langstökk án atrennu.

Boðhlaupssveitir allt karlasveitir: fullorðinsfl; 4x800m. 21-22 ára; 4x800m, 4x1500m. 19-20 ára; 4x800m, 4x1500m.