Aðalfundur umf Neista

Aðalfundur Neista var haldinn á Hlíðarhúsi miðvikudaginn 2. febrúar síðatliðinn. Eins og venja er voru umræðuefnin fjölmörg og skiptar skoðanir um mörg þeirra. Eitt umræðuefnanna var um þátttöku Neista á íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar þar sem stefnir í allnokkrar breytingar fyrir félagið. Riðli félaga á Norðurlandi, sem verið hefur til margra ára lítið breyttur, verður skipt upp og verða félög  á Eyjafjarðarsvæðinu og austur úr í riðli með Austurlandi. Liðin á Norðurlandi vestra, Neisti og Hvöt,  verða aftur á móti verða í riðli með Skallagrími Borgarnesi og fjórum liðum úr Reykjavík. Þetta þýðir því umtalsvert meiri ferðalög og fyrirhöfn en áður hefur verið.
Breytingar voru gerðar í stjórn og komu þrír nýir inn. Stjórn Neista er því skipuð eftirtöldu fólki:
Formaður: Þorgils Pálsson
Varaformaður: Ingibjörg Halldórsdóttir
Ritari: Sigrún Arnardóttir
Gjaldkeri: Hjalti Þórðarson
Meðstjórnandi: Ágúst V Sigurðsson