98. Ársþing UMSS 2018

Ingibjörg Klara Helgadóttir nýr formaður UMSS
Ingibjörg Klara Helgadóttir nýr formaður UMSS

98. Ársþing UMSS var haldið þann 10. mars s.l.

Arnrún Halla Arnórsdóttir þáverandi formaður setti þingið og fór yfir það helsta á árinu. Gunnar Sigurðsson var kjörin þingforseti, Jón Kolbeinn Jónsson vara þingforseti, Thelma Knútsdóttir þingritari og Sara Gísladóttir vara þingritari. Þingforseti tók við stjórn þingsins og byrjaði á því að skipa þriggja manna kjörbréfanefnd og síðan var skipuð 5 manna kjörnefnd. Kjörbréfanefnd tók strax til starfa.

Lesin var skýrsla stjórnar UMSS þar sem minnst á helstu viðburði ársins, og farið var yfir ársreikninga UMSS. Engar umræður sköpuðust vegna þeirra og var skýrsla og ársreikningar UMSS samþykkt samhljóða.

Kjörbréfanefnd fór yfir mætingu á þing, en aðildarfélög að UMSS eru tíu og voru fulltrúar frá átta þeirra mætt á þing. Samtals eiga rétt á setu á þinginu 69 fulltrúar. Mættir voru 43.

Gestir þingsins voru að þessu sinni Ómar Bragi Stefánsson UMFÍ, sem kynnti Landsmótið 2018 og nýja vefsíðu Landsmótsins www.landsmotid.is , Viðar Sigurjónsson ÍSÍ sem ræddi um fyrirmyndarfélög og þá undirbúningsvinnu, Ingi Þór Ágústsson ÍSÍ fór yfir starf ÍSÍ, ferðasjóð ÍSÍ en aðildarfélögum UMSS var veitt úr sjóðnum fyrir árið 2017 um 5 milljónum.

Tuttugu þingtillögur voru lagðar fyrir þingið að þessu sinni og skipað var í fimm nefndir, allsherjar-, fjárhags-, íþrótta-, laga-, og siðanefnd. Nokkrar af þeim þingtillögum sem lágu fyrir þinginu voru heildarlagarbreyting á lögum UMSS, heildarbreyting á reglugerð á vali á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins, heildarbreyting á Lottóreglugerð  úthlutun, Vinnureglur UMSS og aðildarfélaga, Siðareglur UMSS, Jafnréttisstefna, Fræðslu- og forvarnarstefna, Félagsmálastefna og Umhverfisstefna UMSS, og Viðbragðsáætlun UMSS og aðildarfélaga. Allar þingtillögur voru samþykktar með áorðnum breytingum.

Handhafar Starfsmerksi UMFÍ 2018 UMSSOddviti Akrahrepps, Agnar Gíslason og formaður UMSS Arnrún Halla skrifuðu undir Samstarfssamning UMSS og Akrahrepps, en eitt af skilmálum ÍSÍ til að hljóta fyrirmyndarhéraðs viðkenningu ÍSÍ, er að UMSS sé með samstarfsamning við öll sveitarfélög og hreppi sem eru innan sambandsins.

Arnrún Halla gaf ekki kost á sér til að sitja áfram sem formaður UMSS fyrir starfsárið 2018-2019, og var Ingibjörg Klara Helgadóttir tilnefnd og síðan samþykkt sem nýr formaður UMSS. Kosið var einnig um tvo í stjórn, Gunnar Þór Gestsson og Sigmund Jóhannesson.

Gunnar Þór Gestsson veitti þrjú starfsmerki fyrir hönd UMFÍ, en Gunnar Þór var kjörin varamaður í stjórn UMFÍ á 50. Sambandsráðsþingi UMFÍ í október 2017. Starfsmerkin hlutu Björn Hansen UMFT, Sigurlína Hrönn Einarsdóttir UÍ Smári og Skúli V. Jónsson UMFT fyrir vel unnin störf innan hreyfingarinnar.