Daníel Þórarinsson, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Sveinbjörn Óli Svavarsson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Sigurður Arnar Björnsson (þjálfari), Kristinn Freyr Briem Pálsson og Ísak Óli Traustason.
Á myndina vantar Andrea Maya Chirikadzi og Anítu Ýr Atladóttir
Skagfirskir frjálsíþróttamenn stóðu sig frábærlega á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum, sem fram fór á Sauðárkróki samhliða Landsmóti UMFÍ um helgina 14.-15. júlí.
Skagfirðingarnir unnu fjóra Íslandsmeirstaratitla og lentu tvisvar í öðru sæti. Þá varð liðið í 4. sæti af 14 keppnisliðum á mótinu í heildarstigakeppninni.
Keppendur UMSS voru þau, Andrea Maya Chirikadzi, Aníta Ýr Atladóttir, Daníel Þórarinsson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ísak Óli Traustason, Kristinn Freyr Briem, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Verðlaunahafarnir úr Skagafirði á MÍ í frjálsíþróttum :
Hástökk kv: 1.sæti Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir 1,68m
100m karla:1.sæti Jóhann Björn Sigurbjörnsson 10,66sek (pm)
200m karla: 1.sæti Jóhann Björn Sigurbjörnsson 21,54sek
110m grind. ka: 1.sæti Ísak Óli Traustason 15,10sek (pm)
4x100m boð.ka: 2.sæti UMSS (SÓS-ÍÓT-DÞ-JBS) 42,78sek
4x400m boð.ka: 2.sæti UMSS 3:26,70mín.
Til hamingju öll sem kepptuð á þessu glæsilega meistaramóti!
Á myndina vantar Andreu Maya og Anítu Ýr.
Nálgast má úrslit móts í linknum hér fyrir neðan
http://82.221.94.225/MotFri/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=MI2018UTI