83. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum

Gauti Ásbjörnsson
Gauti Ásbjörnsson

83. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum var haldið á Kópavogsvelli helgina 4.-5. júlí.  Góð þatttaka var í mótinu, keppendur um 200 og flest okkar besta frjálsíþróttafólk með.

Gauti Ásbjörnsson var eini keppandi UMSS að þessu sinni.  Hann var Íslandsmeistari tveggja síðustu ára í stangarstökki, en náði sér ekki vel á strik nú í mótvindi og rigningu, frekar en aðrir stangarstökkvarar, sem voru allir nokkuð frá sínu besta, nema tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson ÍR sem bætti sinn fyrri árangur og sigraði.  Gauti varð í 3. sæti í stangarstökkinu með 4,10m, og síðan einnig í 3. sæti í þrístökki með 13,21m.

Í samanlagðri stigakeppni félaga sigraði ÍR, FH varð í 2. sæti og Breiðablik í 3. sæti.  Í stigakeppni kvenna sigraði ÍR, en FH í karlakeppninni.