7 Íslandsmeistaratitlar um helgina

Ólafur Guðmundsson var sigursælastur allra keppenda á MÍ í frjálsum íþróttum innanhúss, sem fram fór í Egilshöll í Reykjavík helgina 12.-13. febrúar.  Ólafur sigraði í 4 greinum, 60m grindahlaupi (8,23sek), langstökki (7,06m), þrístökki (14,28m) og hástökki án atr. (1,61m), auk þess vann hann 4 silfur, í 60m hlaupi, kúluvarpi, langstökki án atr. og þrístökki án atr..
Stefán Már Ágústsson sigraði í 800m (2:01,21mín) og 1500m (4:10,39mín).
Vilborg Jóhannsdóttir sigraði í hástökki án atr. (1,30m) og hlaut silfur í kúluvarpi og stangarstökki.
Þá vann Þorbergur Ingi Jónsson 2 silfur (800m og 1500m), Hilmar Sigurjónsson 2 silfur (hástökk og hástökk án atr,), Helgi Sigurðsson 2 brons (langstökk án atr, og þrístökk án atr.) og Árni Geir Sigurbjörnsson 1 brons (60m grind),

Alls unnu UMSS-ingar því til 7 gullverðlauna 10 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna.