Frjálsíþróttasamband Íslands
45. Bikarkeppni FRÍ verður haldin dagana 13. og 14. ágúst nk. á Sauðárkróki. Til leiks mæta sex bestu frjálsíþróttalið landsins með sína öflugustu keppendur. Keppt er til stiga í karla- og kvennaflokki og einnig sameiginlega.Keppni hefst kl. 18 á föstudegi og lýkur síðdegis á laugardegi. Á sl. ári sigraði ÍR í sameiginlegu stigakeppninni og einnig í kvennaflokki, en FH í karlaflokki. FH sem hafði sigrað sameiginlegu keppnina í 18 sinn og þar af 15 ár í röð beið í lægri hlut fyrir ÍR sem endurheimti bikartitilinn eftir hina löngu sigurgöngu FH. ÍR hafði fram að því sigrað bikarkeppna í 17 skipti og þar af 16 ár í röð á tímabilinu 1972-1987.Bikarkeppnin var fyrst haldin árið 1966 og fyrstu sjö árin var eingöngu um sameiginlega stigakeppni karla og kvenna að ræða. Eins og áður sagði hafa bæði ÍR og FH sigrað keppnina í 18 skipti hvort félag. KR vann fyrstu fimm árin, en árið 1971 bar lið UMSK sigur úr býtum, þá ÍR í 16 ár í röð eða þar til 1988 að FH rauf þá sigurgöngu, rétt eins og ÍR sem rauf sigurgöngu FH í fyrra. HSK sigraði í tvígang, árin 1990 og 1993.
FH hefur sigrað karlakeppnina oftast eða í 20 skipti og ÍR 14 sinnum, KR, UMSS og Breiðablik í sitthvert skiptið. ÍR hefur liða oftast unnið kvennakeppnina eða í 13 skipti alls. FH 11 sinnum, Ármann sjö og HSK sex.