Eins og undanfarin ár hefur frjálsíþróttafólkið staðið sig hreint út sagt frábærlega. Á þessu ári hafa alls unnist 44 íslandsmeistaratitlar í öllum flokkum innan- og utanhúss. Þar fyrir utan hefur árangurinn verið glæsilegur á landsmóti UMFÍ þar sem yfirburðasigur vannst í stigakeppninni og í Bikarkeppninni þar sem munaði svo litlu að bikarinn lenti á réttum stað.
Á listanum hér fyrir neðan má sjá fjölda íslandsmeistaratitla og árangurinn í bikarkeppni FRÍ síðan 1999.
Ár - Bikarkeppnni - Íslandsmeistaratitlar
1999 - 5. sæti - - - - 23
2000 - 3. sæti - - - - 33
2001 - 2. sæti - - - - 20
2002 - 2. sæti - - - - 46
2003 - 3. sæti - - - - 42
2004 - 2. sæti - - - - 44