4 Skagfirðingar bætast við í Úrvalshóp FRÍ

Fríða Rún Þórðardóttir, unglingalandsliðsþjálfari FRÍ, hefur bætt 16 einstaklingum í Úrvalshóp unglinga 15-22 ára nú að loknu keppnistímabilinu innanhúss.  Frá UMSS koma flestir nýliðanna eða 4 talsins. Þetta eru þau Árni Rúnar Hrólfsson (15), Einar Ingvi Ólafsson (16), Inga María Baldursdóttir (16) og Ingólfur Jóhannsson (16).  Fyrir í hópnum voru Skagfirðingarnir Elva Friðjónsdóttir (16), Gauti Ásbjörnsson (21), Oddný Ragna Pálmadóttir (17) og Sunna Björk Atladóttir (17).

ÍR á nú flesta unglinga í hópnum, eða 26, frá FH koma 21, Breiðabliki 13, HSÞ 11, 9 koma frá HSK og Fjölni, 8 frá UMSS og önnur félög og sambönd eiga færri.

Frétt tekin af heimasíðu U.M.F.Tindastóls