105. ársþing UMSS hefur verið frestað til 30. apríl.

105. ársþing UMSS sem halda átti þriðjudaginn 25. mars hefur verið frestað til 30. apríl.
Staður og tímasetning verður auglýst þegar nær dregur.

Formenn aðildarfélaga eru sjálfkjörnir sem fulltrúar á ársþing og varamenn í forföllum þeirra.

Fulltrúafjöldi hvers aðildarfélags ákvarðast að öðru leiti af fjölda félagsmanna aðildarfélaganna.  Tala félagsmanna skal miðuð við tölu gjaldskyldra félaga (18 ára og eldri) við síðustu áramót.

-          2 fulltrúar auk formanns fyrir 0-100 félagsmenn.

-          3 fulltrúar auk formanns fyrir 101-150 félagsmenn.

-          4 fulltrúar auk formanns fyrir 151-200 félagsmenn.

Síðan bætist við einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 100 félagsmenn að 1000 félögum, en einn fulltrúa á hverja byrjaða 200 félaga þar fyrir ofan.

Atkvæðisrétt á þingum sambandsins hafa einungis kjörnir fulltrúar aðildarfélaganna og stjórn UMSS.  Sérhver ungmennafélagi hefur málfrelsi og tillögurétt hvar sem er á fundum ungmennafélaganna. Auk þess eiga seturétt á þinginu með málfrelsi og tillögurétt, fulltrúar í sérráðum UMSS, aðrir sem kjörnir eru í trúnaðarstöður hjá sambandinu og þeir aðrir sem stjórn UMSS býður til þings.

Hér verður hægt að nálgast upplýsingar um dagskrá, þingtillögur, árskýrslu og ársreikningar í síðasta lagi viku fyrir þing eða 23. apríl nk.

Dagskrá þings (linkur óvirkur)

Þingtillögur  (linkur óvirkur)

Árskýrsla og ársreikningar 2024  (linkur óvirkur)