101. ársþing UMSS

Ársþing UMSS  var haldið 25. mars sl. Í Teams fjarfundar-forritinu

Gunnar Þór Gestsson formaður UMSS setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Kosinn var þingforseti Kristján Halldórssonar sem var samþykkt samhljóða, Kristján tók við stjórn þingsins og bauð til kosninga starfsmanna þingsins, varaforseti var kjörinn Magnús Jóhannesson og þingritari Sara Gísladóttir þau voru bæði samþykkt samhljóða.

Þar sem þingið var rafrænt þá fór Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS yfir kjörbréf/kjörfulltrúa, en send voru nöfn allra þingfulltrúa til Advania til að undirbúa rafræna kosningu. 45 þingfulltrúar eru skráðir af 63. Farið var síðan yfir fyrirkomulag kosninga. Það þurfti að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum til að geta kosið. Ákveðið var að prufu keyra kerfið og var sett inn spurninguna: "Er ársþingið lögmætt? Kosningin tókst og þingið er talið lögmætt samkvæmt kosningu.

Gunnar Þór ræddi pistil formans, Thelma tók við og fór yfir starfsskýrsluna.

Allar skýrslur er að finna á heimasíðu UMSS; www.umss.is  Þuríður Elín Þórarinsdóttir gjaldkeri UMSS fór yfir ársreikning félagsins. Sambandið er rekið réttu megin við núllið og var kosið um samþykki á reikningi rafrænt, og var hann samþykktur samhljóða.

14. þingtillögur voru lagðar fyrir þing, voru 13 þeirra samþykktar án breytinga og einni var breytt vegna dagsetninga sem í henni voru. En mótahald UMFÍ breyttist eftir að þingtillögur voru sendar aðildarfélögum, en stjórn UMFÍ ákvað að Íþróttaveislan/Landsmótið stóra verður ekki haldið í ár, einnig hefur 50+ mótið verið fært til enda ágúst 2021.

Ávörp gesta:

Garðar Svansson frá Framkvæmdastjórn ÍSÍ tók til máls og bar kveðjur frá stjórn og framkvæmdastjóra ÍSÍ til allra þingfulltrúa. Hvetur aðildarfélögin til að skapa atvinnu fyrir fólk t.d. í hlutastörf. Hann minnti á sérverkefni frá ÍSÍ og UMFÍ t.d. Lífshlaupið, Kvennahlaupið og mörg fleiri sem eru í boði fyrir hinn almenna félagsmann. Framundan eru skil í Felix 15.apríl. Nú er verið að koma með nýtt kerfi í staðinn fyrir Nóra sem heitir Sportsabler. Nýja kerfið er í vinnslu og verður vonandi kynnt á næstunni.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ; tók undir orð Garðars  og talaði um hve mikilvægt er að samböndin vinni saman og hjálpast að í þessum skrítnu aðstæðum. Sækja um launa - og verktakagreiðslur sem aðildarfélögin geta sótt sér til að standa undir launakostnaði þjálfara. Minnir á Umhverfissjóð UMFÍ og Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ.

Kosningar

Gunnar Þór Gestsson gaf kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Samþykkt samhljóða. Þorvaldur Gröndal  og Sara Gísladóttir gáfu kost á sér áfram í stjórn til tveggja ára, samþykkt samhljóða.

Varastjórn til eins árs: Rina Sommermeier, Magnús Jóhannesson og Kristján Halldórsson gefa kost á sér áfram, samþykkt samhljóða.

Í þinglok minnti nýkjörin formaður, aðildarfélögin á að nýta sér krafta framkvæmdastjóra og stjórnar UMSS. Minnt var á að Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið hér í Skagafirði 2022. Vonandi byrjum við að skipuleggja það í lok sumars. Sagt var frá sjóðnum fyrir tekjulága forráðamenn vegna æfingargjalda barna og unglinga.  Þorvaldur fór yfir sjóðinn og reglurnar í kringum hann.

Aðildarfélögin skapi atvinnu fyrir atvinnulaust fólk í sínu héraði, „Hefjum störf“ https://www.vinnumalastofnun.is/atvinnurekandi/radningarstyrkir/hefjum-storf  

Formaðurinn lét vita af fræðslufund allra aðildarfélaga sem er fyrirhugaður í maí. Á sama tíma verður efnt til formannafundar.

Þingi var slitið kl. 18:55.

 

Árskýrsla UMSS

Ársreikningar UMSS 2020