Íslenskar getraunir er fyrirtæki í eigu íþróttahreyfingarinnar og rennur allur arður frá fyrirtækinu í sjóði íþróttahreyfingarinnar. Reksturinn byggist á tveimur leikjum. Annarsvegar Lengjunni þar sem tipparar geta tippað á úrslitleikja, úrslitin í fyrri hálfleik, hvaða leikmaður gerir næsta mark o.s.frv. Hins vegar er það sala getraunaseðla þar sem tipparar tippa á 13 leiki og geta unnið tugi milljóna króna nái þeir að tippa á alla leikina rétta. 10, 11 og 12 leikir réttir gefa líka vinning.
Íslenskar getraunir hafa látið hanna tölvukerfi sem gerir íþróttafélögum kleift að selja getraunaseðla til sinna stuðningsmanna og velunnara. Kerfið er afar einfalt í notkun. Í sinni einföldustu mynd þá safna umsjónarmenn kerfisins stuðningsmönnum saman í getraunahóp, þar sem hver og einn leggur ákveðna upphæð í sameiginlegan pott, stundum kallaður húspottur. Sú upphæð gæti t.d. verið 1.000 krónur, má vera meira og má vera minna og stendur t.d. í 10 vikur.
Það að tippa á getraunaseðil er einföld og fyrirhafnar lítil fjáröflunarleið fyrir íþróttafélögin. Jafnframt er það skemmtilegur leikur sem getur gefið möguleika á ágætum vinningum.
Styður þú þitt félag!
26% af upphæðinni sem þú spilar, rennur til þeirra.
•550 Ungmennafélagið Tindastóll
•551 Ungmennafélagið Hjalti
•554 Golfklúbbur Sauðárkróks
•560 Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári
•566 Ungmennafélagið Neisti