Strandarhlaup, brennó og pönnukökubakstur á Landsmóti UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í júní 2024 í Vogum á Vatnsleysuströnd í samstarfi við Ungmennafélagið Þrótt og Sveitarfélagið Voga.

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og viðburðum fyrir fimmtugt folk og eldra sem allir snúast um að þátttakendur njóti samveru. Mótið er opið öllum sem verða 50 ára á árinu og þeim sem eldri eru. Ekki er krafa um að þátttakendur séu skráðir í íþróttafélag.