Keppendur UMSS í frjálsum stóðu sig vel á Unglingalandsmóti UMFÍ. 44 keppendur voru frá UMSS. Hér eru þeir taldir upp sem lentu í verðlaunasætum.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir lenti í 2. sæti í 60 m. sprett (09,08), hún var svo í 1. sæti í hástökki (1,37), aftur í 2. sæti í langstökki (3,98) og að lokum var hún í 3. sæti í kúluvarpi (7,66)
Fríða Ísabel Friðriksdóttir lenti í 2. sæti í 600 m. hlaupi (2,03,56)
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir lenti í 3. sæti í 80 m. grind (16,67), hún vann síðan hástökkið eftir harða keppni þar sem hún stökk yfir (1,57)
Halldór Örn Kristjánsson lenti í 2. sæti í 110 m. grind (17,77) og Guðjón Ingimundarson lenti í 3. sæti. (18,23)
Boðhlaupsveit drengja UMSS lenti í 3. sæti í 4* 100 m. Boðhlaup (47,05)
Árni Rúnar Hrólfsson lenti í 3. sæti í kringlukasti (37,56)