UMSS fólk áberandi í landsliðinu í frjálsum

Í vikunni var landsliðshópur Íslands í frjálsum uppfærður. Valið er tveggja manna lið auk nokkurra varamanna.
Keppnisfólk UMSS er áberandi í landsliðinu sem undirstrikar enn á ný þann styrkleika sem er í frjálsum innan héraðsins. Í karlaliðinu eiga eftirtaldir UMSS menn sæti:
Sigurbjörn Árni Arngrímsson 800 m og 3000/5000 m
Sveinn Margeirsson 3000/5000 m og 3000 m hindrun
Ragnar Frosti Frostason 4x400 m boðhlaup
Ólafur Guðmundsson tugþraut
Í kvennaliðinu er ekki spurning hver er aðalmanneskjan en Sunna Gestsdóttir er valin í 7 greinar; 100 m, 200 m, 400 m, langstökk, þrístökk, 4x100 m og 4x400 m.
Vilborg Jóhannsdóttir 100 m grind og sjöþraut
Auður Aðalbjarnardóttir, Áslaug Jóhannsdóttir og Gauti Ásbjörnsson eru varamenn í hópnum.
Í öðrum greinum eru keppendur innan raða UMSS ekki áberandi í landsliðum. Tvær bráðefnilegar knattspyrnukonur úr Tindastóli, Inga Birna Friðjónsdóttir og Margrét Guðný Vigfúsdóttir, hafa verið í landsliði 17 ára og yngri á árinu.