Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

3. Landsmót UMFÍ 50+

 3. Landsmót UMFÍ 50+ 

Verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7 - 9 Júní . Mótið er ætlað einstaklingum 50 ára og eldri

UMSS mun senda nokkra keppendur á þetta mót og er Karl Lúðvíksson forsvarsmaður þess hóps.

UMSS.

93. ársþing UMSS

93 ársþing UMSS var haldið Sunnudaginn 17 Mars . Málefnalegar umræður voru á þinginu þó að nefndarstörf drægust á langinn. Gestir þingsins voru Bolli Gunnarssonfrá UMFÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ . Bolli veitti Kára Maríssyni starfsmerki UMFÍ fyrir íþróttastarf í Skagafirði en Kári hefur starfað að íþróttamálum í Skagafirði síðan 1978.

Ný stjórn var kosinn og er Jón Daníel Jónsson formaður en aðrir stjórnarmenn eru Rúnar Vífilsson, Heiðrún Jakobínudóttir, Guðríður Magnúsdóttir, Guðmundur Þór Elíasson, Varastjórn er skipuð Sigurjón Leifsson, Gunnar Gestsson, Haraldur Þór Jóhannsson, úr stjórn UMSS gengu Þröstur Erlingsson, Elisabeth Jansen,ásamt Sigurjóni Leifssyni sem gaf kost á sér í varastjórn áfram. Og þakkar UMSS þeim fyrir góð störf fyrir sambandið

Ný stjórn mun koma saman fljótlega og skipurleggja starfið en fyrir liggur að skipa unglingalandsmótsnefnd fyrir ULM 2014 og finna sérgreinastjóra ofl.

 

UMSS

 

 

93 Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar

93. Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar

 

Hér með er boðað til 93. Ársþings UMSS, sem verður haldið í Skagafirði Sunnudaginn 17. mars 2013, í umsjá Hestamannafélagsins Stíganda. Þingið verður haldið í Félagsheimilinu Melsgili Staðarhreppi og hefst kl 14:00
Einnig eru formenn og stjórnir aðildarfélaga/deilda UMSS
boðaðir til kynningarfundar um unglingalandsmót UMFÍ
sem verður haldið á Sauðárkróki árið 2014. 
Á fundinum mun Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi UMFÍ kynna fyrir aðildarfélögum UMSS þátt UMSS að þessu móti.
Fundurinn verður haldinn Sunnudaginn 17 Mars 2013 og hefst kl 12:30 .
Fundarstaður er Félagsheimilið Melsgil Staðarhreppi.
Ætlunin er að nota sama fundarstað og 93 Ársþing UMSS sem er seinna sama dag
 
 
 
 

Fh. stjórnar UMSS

Fundur með UMSS og Jónasi Egilsyni framkvæmdastjóra FRÍ

Jónas Egilsson Framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands hellt fund í dag 7 febrúar með Frjálsíþróttaráði UMSS , frjálsíþróttaþjálfurum og Formönnum U.m.f Smára og UMSS. Á þessum fundi var rætt um frjálsíþróttastarf í Skagafirði , Mótahald , og Sóknarfæri í frjálsíþrottastarfi almennt.  Einnig var kynnt drög FRÍ að reglum um umbúnað valla og keppnissvæða fyrir meistaramót Íslands ofl. Var þessi fundur mjög gagnlegur og var almenn ánægja með hann.

Stjórninn

4 Íslandsmeistaratitlar til UMSS á MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 2.-3. febrúar. Keppendur á mótinu voru 232 frá 15 félögum og samböndum. Flestir keppendur komu komu frá ÍR eða 58, frá FH komu 35, Breiðabliki 29, og UMSS og HSK sendu 22 hvort samband.

Unga frjálsíþróttafólkið okkar úr Skagafirði gerði góða ferð suður á mótið.  Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust og auk þess sjö silfur- og sjö bronsverðlaun.  Í stigakeppni mótsins stóð liðið sig einnig mjög vel. 

 

Sigurvegarar í heildarstigakeppninni urðu ÍR-ingar með 390 stig, í 2 sæti varð Breiðablik með 267 stig, 3. sæti FH með 188 stig, 4. sæti UMSS með 127,5 stig, 5. sæti UFA með 124 stig og 6. sæti HSK með 80 stig, af 15 liðum.

Í flokki 15 ára stúlkna sigraði lið UMSS í stigakeppnni, 18-19 ára piltarnir urðu í 2.-3. sæti og 16-17 ára stúlkurnar urðu í 3. sæti í sínum flokkum.

 

Verðlaunahafar UMSS:

 

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17):  Íslandsmeistari í hástökki. (Héraðsmet 16-22 ára).

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (15):  Íslandsmeistari í þrístökki, 2. sæti í 60m, 200m og 60m grindahlaupi, 3. sæti í langstökki.

Ísak Óli Traustason (18-19):  Íslandsmeistari í hástökki og 3. sæti í langstökki.

Stúlknasveit UMSS (15):  Íslandsmeistari í 4x200m boðhlaupi.  Í sveitinni voru: Amalía S. Stefánsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Fríða Ísabel Friðriksdóttir.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (18-19):  2. sæti í 60m og 200m hlaupum. (Héraðsmet 18-22 ára í báðum hlaupum).

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (15):  2. sæti í langstökki.

Guðjón Ingimundarson (20-22):  2. sæti í 60m grindahlaupi.

Daníel Þórarinsson (18-19):  3. sæti í 60m, 400m og stangarstökki.

Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (16-17):  3 sæti í hástökki.

Piltasveit UMSS (15):  3. sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Haukur Ingvi Marinósson, Ragnar Yngvi Marinósson, Sigfinnur Andri Marinósson og Pálmi Þórsson. 

 

Til hamingju með frábæran árangur ! 

 

Öll úrslit má sjá HÉR !

 

heimild tindastoll.is

Syndicate content