Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

27. Landsmót UMFÍ Góður árangur UMSS

 UMSS þakkar öllum keppendum ungmennasambandsins fyrir þáttöku þeirra á 27. landsmóti UMFÍ sem var haldið helgina 4-7 Júlí. s.l  Og þá þakkar UMSS HSk fyrir gott landsmót þátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikningin hjá einhverjum keppendum .

Keppendur UMSS á 27. landsmóti UMFÍ

 Ungmennasamband Skagafjarðar UMSS mun senda eftirtaldann fjölda keppenda á 27. Landsmót UMFÍ 2013

 dagana 4-7 Júlí.

 þetta eru.

1. lið sem keppir í Körfuknattleik 

1. lið sem keppir í Knattspyrnu

10. keppendur í Frjálsíþróttum  

1. keppenda í Sundi

3. keppendur í starfsíþróttum

UMSS óskar þeim góðs gengis á mótinu

Farastjóri UMSS á mótinu verður : Sigurjón Leifsson 

Aðstoðarfarastjóri er : Dúfa Ásbjörnsdóttir

Tjaldbúðarstjóri er: Guðjón Ingimundarsson

 

 

Góður árangur hjá UMSS á Landsmóti 50+

UMSS átti keppendur á Landsmóti 50+  sem stóðu sig vel.

Karl Lúðvíksson keppti í flokki 60-64 ára. karla í frjálsíþróttum

 • 2. sæti   100m hlaupi á 14,9 sek.
 • 4. -       kringlukast 20,31m.
 • 3. -       spjótkast 28,14m.

Valgeir Kárason keppti í flokki 60-64 ára karla bæði í hjólreiðum og sundi.

 • 1. sæti hjólreiðar leið 2: 14,5 km 51:45,58
 • 1. -       50 m skriðsund 32,29
 • 1. -       fjórsund 1:00,28
 • 1. -       100m bringusund 1:47,23
 • 1. -       baksund 59,53 50m
 • 1. -       100m skriðsund 1:18,45
 • 1. -       4×33 m frjáls aðferð 1:39,12 ásamt Guðmundu Ólöfu Jónasdóttur, Ingimundi Ingimundarsyni og Björgu H. Kristófersdóttur

Þá keppti Steinunn Hjartardóttir í sundi og krækti í tvenn silfurverðlaun.

 • 2. sæti 100 m bringusund 2:36,24
 • 2. -       baksund 1:31,91

 UMSS óskar þeim til hamingju með árangurinn.

3. Landsmót UMFÍ 50+

 3. Landsmót UMFÍ 50+ 

Verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7 - 9 Júní . Mótið er ætlað einstaklingum 50 ára og eldri

UMSS mun senda nokkra keppendur á þetta mót og er Karl Lúðvíksson forsvarsmaður þess hóps.

UMSS.

93. ársþing UMSS

93 ársþing UMSS var haldið Sunnudaginn 17 Mars . Málefnalegar umræður voru á þinginu þó að nefndarstörf drægust á langinn. Gestir þingsins voru Bolli Gunnarssonfrá UMFÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ . Bolli veitti Kára Maríssyni starfsmerki UMFÍ fyrir íþróttastarf í Skagafirði en Kári hefur starfað að íþróttamálum í Skagafirði síðan 1978.

Ný stjórn var kosinn og er Jón Daníel Jónsson formaður en aðrir stjórnarmenn eru Rúnar Vífilsson, Heiðrún Jakobínudóttir, Guðríður Magnúsdóttir, Guðmundur Þór Elíasson, Varastjórn er skipuð Sigurjón Leifsson, Gunnar Gestsson, Haraldur Þór Jóhannsson, úr stjórn UMSS gengu Þröstur Erlingsson, Elisabeth Jansen,ásamt Sigurjóni Leifssyni sem gaf kost á sér í varastjórn áfram. Og þakkar UMSS þeim fyrir góð störf fyrir sambandið

Ný stjórn mun koma saman fljótlega og skipurleggja starfið en fyrir liggur að skipa unglingalandsmótsnefnd fyrir ULM 2014 og finna sérgreinastjóra ofl.

 

UMSS

 

 

Syndicate content