Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013

Uppskeruhátíð
frjálsíþróttafólks í Skagafirði fór fram sunnudaginn 24. nóvember.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir voru útnefnd „Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013“ í karla- og kvennaflokkum. Fríða Ísabel Friðriksdóttir og Haukur Ingvi Marinósson voru valin efnilegust í flokki 11-15 ára.

Fjölmargar aðrar viðurkenningar voru veittar fyrir góð afrek og ástundun.

Heimild tindastoll.is/frjalsar

Uppskeruhátíð frjálsíþróttaráðs UMSS 2013

 Uppskeruhátíð Frjálsíþróttaráðs UMSS verður haldinn Sunnudaginn 24 Nóvember . Hátíðinn varður haldinn í hátíðarsal FNV í bóksnámshúsi FNV og hefst kl 18:00. Þar verða veitt verðlaun fyrir árangur ársins 2013 ásamt kosningu á frjálsíþróttakarli og frjálsíþróttakonu UMSS. á Boðstólum verður matur og skemmtiatriði og kostar miðinn 2900 kr á mann. kynnir verður Sigurjón Leifsson. veislustjóri verður Guðjón Ingimundarsson. Skráning er á netfanginu   eldhus@fnv.is eða frjalsar@tindastoll.is

Frjálsíþróttaráð UMSS

 

Forvarnardagur Forseta Íslands 2013

Forvarnardagur 2013 verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna.
Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.
Blaðamannafundur vegna dagsins fer fram í Háaleitisskóla mánudaginn 7.október næstkomandi. Þar munu allir samstarfsaðilar flytja stutt erindi og fjalla um forvarnir í sínu starfi.
Ungmennafélag Íslands hvetur sambandsaðila til að vekja athygli á deginum, heimsækja skóla á sínu sambandssvæði og vekja athygli á því starfi sem við höfum fram að færa. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins http://www.forvarnardagur.is/.
Frétt frá UMFÍ
 

Bronsleikar ÍR 2013

Kæru félagar
ÍR býður til Bronsleika ÍR í fjórða sinn. Leikarnir eru sem fyrr fjölþrautamót fyrir börn 10 ára og yngri og haldið til að minnast bronsverðlauna Völu Flosadóttur á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Allar upplýsinar um leikana er að finna á heimasíðu Frjálsíþróttadeildar ÍR. 
 
Myndir og ýmislegt skemmtilegt er einnig að finna inn á Facebooksíðu leikanna.
--
Með bestu kveðju
Margrét Héðinsdóttir, formaður
Frjálsíþróttadeildar ÍR
8212172
www.ir.is/frjalsar

Stjórn UMSS

48. Bikarkeppni FRÍ 2013

48. Bikarkeppni FRÍ verður haldin helgina 30 ágúst til 1 sept. 2013

UMSS keppir með sameigulegu liði UFA, UMSE, HSÞ keppt er undir merkjum Norðurlands

keppendur eru  http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/nafnaskraib2157.htm

 

Syndicate content