Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Íþróttamaður UMSS 2013

Íþróttamaður UMSS var valinn Föstudaginn 27 Desember s.l

Jóhann Björn Sigurbjörnsson Frjálsíþróttakappi var valinn íþróttamaður UMSS 2013 og hlaut hann flest stig

Þeir sem voru í kjörinu voru eftirtaldir

Helgi Rafn Traustasson    Körfuknattleiksdeild UMFT

Bryndís Rún Haraldsdóttir  Knattspyrnudeild  UMFT

Sigurjón Þórðasson           Sunddeild UMFT

Birna Sigurðardóttir     Skíðadeild UMFT

Jóhann Björn Sigurbjörnsson  Frjálsíþróttadeild UMSS

Mette Camilla Moe Mannseth   Hestamannafélagið Svaði

Árný Lilja Árnadóttir    Golfklúbbur Sauðárkróks

 

Jólamót UMSS í Frjálsum 2013

Jólamót UMSS í frjálsum

verður haldið Miðvikudaginn 18 desember nk
Mótið verður haldið í Íþróttahúsinu Varmahlíð
Og hefst kl 16:30

Mótslok verða um kl 19:30
Reynt verður að halda tímaramma mótsins og getur mótsstjórn endað greinar ef þær dragast á langinn

Keppnisgreinar verða...
Kúla ( þyngdir miðað við aldursflokka FRÍ )
Hástökk án atr
Hástökk með atr
Langstökk án atr
Þrístökk án atr

Keppt verður í aldursflokkum 10 ára og eldri pilta og stúlkna/ Karla og kvenna

Skráning er á staðnum og í mótaforriti FRÍ

Byrjunarhæðir í hástökki er 0,85 cm og hækka um 5 cm við hverja umferð
Stokkið er fjórar umferðir í langstökkunum og í þrístökkunum

ATH okkur vantar starfsfólk á mótið ritara og mælingarfólk og óskum við eftir aðstoð við það

Umsjón með mótinu er hjá Frjálsíþróttaráði UMSS

Svanhildur og co í Hótel Varmahlíð býður uppá Kjúklingasúpu og möguleikan að horfa á mynd
Eftir mótið og kostar Súpann 1.500 kr á mann.
Við þurfum að láta hana vita í seinasta lagi á mánudag hvort af þessu verður og fjöldann. Hægt er að senda pantanir á netfangið frjalsar@tindastoll.is eða hafa samband við Svanhildi

Sigurjón Leifsson UMFT
Stefán Indriðasson Smári
Inga Jóna Sveinsdóttir Neisti

Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013

Uppskeruhátíð
frjálsíþróttafólks í Skagafirði fór fram sunnudaginn 24. nóvember.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir voru útnefnd „Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013“ í karla- og kvennaflokkum. Fríða Ísabel Friðriksdóttir og Haukur Ingvi Marinósson voru valin efnilegust í flokki 11-15 ára.

Fjölmargar aðrar viðurkenningar voru veittar fyrir góð afrek og ástundun.

Heimild tindastoll.is/frjalsar

Uppskeruhátíð frjálsíþróttaráðs UMSS 2013

 Uppskeruhátíð Frjálsíþróttaráðs UMSS verður haldinn Sunnudaginn 24 Nóvember . Hátíðinn varður haldinn í hátíðarsal FNV í bóksnámshúsi FNV og hefst kl 18:00. Þar verða veitt verðlaun fyrir árangur ársins 2013 ásamt kosningu á frjálsíþróttakarli og frjálsíþróttakonu UMSS. á Boðstólum verður matur og skemmtiatriði og kostar miðinn 2900 kr á mann. kynnir verður Sigurjón Leifsson. veislustjóri verður Guðjón Ingimundarsson. Skráning er á netfanginu   eldhus@fnv.is eða frjalsar@tindastoll.is

Frjálsíþróttaráð UMSS

 

Forvarnardagur Forseta Íslands 2013

Forvarnardagur 2013 verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna.
Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.
Blaðamannafundur vegna dagsins fer fram í Háaleitisskóla mánudaginn 7.október næstkomandi. Þar munu allir samstarfsaðilar flytja stutt erindi og fjalla um forvarnir í sínu starfi.
Ungmennafélag Íslands hvetur sambandsaðila til að vekja athygli á deginum, heimsækja skóla á sínu sambandssvæði og vekja athygli á því starfi sem við höfum fram að færa. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins http://www.forvarnardagur.is/.
Frétt frá UMFÍ
 
Syndicate content