Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Bikarkeppni FRÍ innanhúss í frjálsíþróttum

 Skagfirðingar stóðu sig vel í liði Norðurlands

 

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 15. febrúar.  Fimm aðilar sendu lið til keppni bæði í flokkum karla og kvenna. Það voru Norðlendingar, sem sendu sameiginlegt lið eins og undanfarin ár, Breiðablik, FH, HSK og ÍR sem sendi 3 lið í báða flokka, auk þess sem Ármann sendi  lið til keppni í karlaflokki.

ÍR-ingar áttu titla að verja í kvennaflokki og samanlagðri stigakeppni, en Norðlendingar sigruðu í karlakeppninni í fyrra.  Keppnin núna var æsispennandi, en úrslit urðu sem hér segir:

Kvennaflokkur:  1. ÍR  70 stig,  2. Norðurland  70 stig,  3. FH  64 stig.

 

Karlaflokkur:  1. ÍR  75 stig,  2. Norðurland  71 stig,  3. FH  68 stig.

 

Samanlagt:  1. ÍR  145 stig,  2. Norðurland  141,  3. FH  132 stig,  4. Breiðablik  82 stig, 5. ÍR-b  81 stig,  5. ÍR-c  52,5 stig,  6. Ármann  52,5 stig,  7. HSK  52 stig.

 

Árangur Skagfirðinganna sem kepptu í liði Norðurlands:

Jóhann Björn Sigurbjörnsson:  Sigraði í 60m hlaupi á 6,95sek, bætti tíma sinn frá Reykjavíkurleikunum, sem var besti tími Íslendings frá 2009.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir:  2. sæti í hástökki með 1,66m, jöfnun á skagfirska héraðsmetinu, sem hún jafnaði líka fyrir hálfum mánuði.

Guðjón Ingimundarson:  2. sæti í 60m grindahlaupi á 8,95 sek, sem er nálægt hans besta tíma.

Jóhann Björn og Daníel Þórarinsson voru svo í sveit Norðlendinga sem sigraði í 4x400m boðhlaupi.

 

heimild tindastoll.is

Öldungamót 2014 tilkynning frá FRÍ

 Eldri & reyndari Frjálsíþróttamenn & hlauparar

Öldungaráð Frjálsíþróttasambands Íslands vill vekja athygli á starfsemi öldungaráðs og keppnum í  flokkum eldri iðkenda á árinu 2014. Einstaklingar verða gjaldgengir í keppni í öldungaflokkum (masters); konur við 30 ára aldur en karlar við 35 ára aldur. Þegar flokkaskipting er ákvörðuð er miðað við fæðingardaginn.

Þau mót sem eru á döfinni hérlendis eru eftirfarandi:

Meistaramót Íslands, innahúss:                                               Laugardalshöll, fyrir hádegi 22. og 23.  febrúar*

Landsmót 50 ára og eldri:                                            Húsavík, 21. – 22. júní

Meistaramót Íslands, utanhúss:                                              Óstaðsett, 19. – 20. júlí*

Meistaramót Íslands, í lengri brautarhlaupum**             Hafnarfjörður, 10. / 11. september

                * Hægt er að skrá sig á staðnum

                ** Konur 5000m, karlar 10000m

Allir, frjálsíþróttamenn eða götuhlauparar, reyndir og óreyndir, eru velkomnir á þessi mót, þrátt fyrir að vera ekki skráður í tiltekið félag eða héraðssamband og má þá skrá sig til keppni á staðnum.

Á erlendum vetvangi eru eftirfarandi mót á dagskránni en á hverju ári fara Íslendingar til keppni á þessum stórmótum.

Norðurlandameistaramótið innanhúss                                 Haugasund , Noregi, 7. - 9. mars

Heimsmeistaramótið innanhúss                                              Budapest, Ungverjaland, 25. – 30.  mars             

Evrópumeistaramótið utanhúss                                              Izmir, Tyrklandi, 22. - 31. ágúst

 

Öldungaráð hvetur áhugasama til að hafa samband við formann öldungaráðs Trausta Sveinbjörnsson tera@simnet.is eða neðangreind, vegna nánari upplýsinga um starfsemi öldungaráðs og málefni því tengdu. Nánari upplýsingar um starfsemi Frjálsíþróttasambands Íslands má finna á www.fri.is og upplýsingar um mót má finna á www.fri.is / mót

Öldungaráð Frjálsíþróttasambands Íslands

Trausti Sveinbjörnsson, formaður

Friðrik Þór Óskarsson, meðstjórnandi

Fríða Rún Þórðardóttir, ritari

Hafsteinn Óskarsson,  varaformaður

Jón Bjarni Bragason, meðstjórnandi

Óskar Hlynsson, gjaldkeri, umsjón með vef

Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands

Starfskýrsluskil í Felix kerfi

Opnað hefur verið fyrir starfsskýrsluskil í Felixkerfi ÍSÍ

Íþróttafélög og Sérsambönd eru beðin að skila skýrslu fyrir 15 Apríl n.k

 

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikanir 2014

Reykjavíkurleikarnir hefjast á föstudag
Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í sjöunda sinn dagana 17.-26.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.
Keppt er í 20 íþróttagreinum á Reykjavíkurleikunum í ár en skíði hafa bæst við í hóp þeirra 19 íþróttagreina sem voru með í fyrra. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en í vikunni milli keppnishelganna verður haldin áhugaverð ráðstefna um afreksþjálfun
Fyrri keppnishelgina sem hefst á föstudag verður keppt í taekwondo, sundi fatlaðra og ófatlaðra, skíðaíþróttum, kraftlyftingum, frjálsíþróttum, dansi og badminton.  Hér á heimasíðu leikanna má finna dagskrá: http://rig.is/schedule 
Á fimmta hundrað erlendra gesta koma á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í ár ásamt rúmlega 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Margt af besta íþróttafólki okkar Íslendinga verður á meðal þátttakenda í keppninni um helgina. Má þar nefna frjálsíþróttakonuna og íþróttakonu Reykjavíkur Anítu Hinriksdóttur og Ólympíuverðlaunahafann Jón Margeir Sverrisson. Einnig eru margir mjög sterkir erlendir keppendur væntanlegir til landsins vegna leikanna í ýmsum greinum eins og t.d. heimsmeistarinn í kraftlyftingum, Kjell Egil Bakkelund og Lukas Krpalek núverandi Evrópumeistari í júdó.
Föstudaginn 17.janúar verður haldin opnunarhátíð í Bláfjöllum kl.16:00. Keppt verður á snjóbrettum og samhliða svigi á opnunarhátíðinni í tilefni þess að skíði eru nú í fyrsta sinn á meðal keppnisgreina á Reykjavíkurleikunum. 
Heimasíða leikanna er www.rig.is en þar má finna allar upplýsingar um íþróttagreinarnar sem keppt er í, dagskrá og fleira gagnlegt. Sérstök íslensk upplýsingasíða leikanna www.m.rig.is opnar innan skamms. Sex beinar útsendingar verða frá keppni leikanna á RÚV og 13 beinar vefútsendingar í samvinnu við SportTV. Sjá nánar hér.
 
 

Góður árangur á MÍ 15-22 í frjálsíþróttum 2014

 
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík 11.-12. janúar.  Um 300 keppendur mættu til leiks frá 16 félögum og samböndum.
Á mótinu var keppt í fjórum aldursflokkum beggja kynja, 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára.
 
ÍR-ingar voru langfjölmennastir með 53 keppendur, FH með 28, Breiðablik 23, UFA 17 og UMSS 16, önnur lið með færri keppendur.
Í heildarstigakeppni mótsins sigruðu ÍR-ingar líka með yfirburðum, en lið UMSS varð í 5. sæti, og piltaliðið 18-19 ára varð í 3. sæti í sínum aldursflokki.
 
Skagfirðingar unnu einn Íslandsmeistaratitil, þegar Guðjón Ingimundarson sigraði í 60m grindahlaupi 20-22 ára.
 
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nýkrýndur ”Íþróttamaður Skagafjarðar”, stóð sig frábærlega, bætti sinn fyrri árangur bæði í 60m og 200m hlaupum, og setti enn eitt héraðsmetið í 200m hlaupi innanhúss.
 
 
 
Verðlaunahafar UMSS á MÍ 15-22 ára ih. 2014:
 
Guðjón Ingimundarson (20-22): Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi.
 
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (18-19): 2. sæti í 60m og 200m hlaupum.
 
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (16-17): 2. sæti í 60m grindahlaupi og þrístökki.
 
Daníel Þórarinsson (20-22): 2. sæti í 200m og 3. sæti í 60m og 400m hlaupum.
 
Ísak Óli Traustason (18-19): 2. sæti í 60m grind. og 3. sæti í langstökki.
 
Vésteinn Karl Vésteinsson (15): 2. sæti í langstökki og 3. sæti í kúluvarpi
 
Brynjólfur Birkir Þrastarson (18-19): 2 sæti í þrístökki.
Sveinbjörn Óli Svavarsson (16-17): 3. sæti í 60m hlaupi.
 
heimild  tindastoll.is
Syndicate content