Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Sýnum karakter

 „Sýnum karakter“ er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.  Áherslan í íþróttaþjálfun hefur til þessa verið á líkamlega og tæknilega færni. Helsta markmið með verkefninu er því að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum, með þjálfun sálrænna og félagslegra eiginleika barna og ungmenna. Þjálfun karakters barna og ungmenna í íþróttum gerir íþróttafélögum kleift að sinna hvort í senn uppeldishluta og afrekshluta íþróttastarfsins, því góðir karakterar eru vel í stakk búnir til að takast á við lífið og einnig til að ná árangri í íþróttum.Sýnum karakter er viðbót við stefnu og annað fræðsluefni íþróttahreyfingarinnar og byggir á því að nokkru leyti. Þar er bætt við hagnýtum upplýsingum og aðferðum sem þjálfarar geta nýtt sér í þjálfun barna og ungmenna með einföldum hætti. Verkefnið er þó hvorki altækt né endanlegt. Þvert á móti er því ætlað að þróast og dafna með framlagi þjálfara – og annarra sem áhuga hafa - sem hafa tækifæri til að koma með ábendingar og frekari fræðslupunkta inn í verkefnið. Verkefnið Sýnum karakter er að þessu sögðu hugsað sem upphaf að faglegri vinnu í þjálfun karakters en ekki sem endapunktur.Markhópur verkefnisins Sýnum karakter er öðru fremur fyrst og fremst þjálfarar barna og ungmenna í íþróttum. Mikilvægt er þó að allir sem koma að íþróttastarfi barna og ungmenna, stjórnarfólk, starfsfólk, kennarar og foreldrar, kynni sér innihald og áherslur verkefnisins. Ef allir vinna saman að því að bæta og styrkja karakter ungu kynslóðarinnar þá verður framtíð þeirra - og okkar allra - enn bjartari og betri.Grunnhugmyndin að verkefninu kemur frá dr. Viðari Halldórssyni, félagsfræðingi við Háskóla Íslands, og Valdimari Gunnarssyni hjá UMSK. Á undanförnum misserum hefur verkefnið verið prófað og þróað innan UMSK og er nú svo komið að stærstu íþróttahreyfingar Íslands, Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), hafa tekið höndum saman um það að koma verkefninu á framfæri út í íþróttahreyfinguna. Styrktaraðilar verkefnisins eru Íslensk Getspá og mennta- og menningarmálaráðuneytið.Það er von okkar að verkefnið hjálpi þjálfurum og fleirum að tileinka sér aðferðir og leiðir til markvissrar þjálfunar karakters ungu kynslóðarinnar og beiti þeim í daglegu starfi. Það er í allra hag.Sýnum karakter!

(upplýsingar fengnar frá http://synumkarakter.is/um-verkefnid)

Lífshlaupið - Landskeppni í hreyfingu

 Í morgun, miðvikudaginn 1. febrúar kl: 09:00, var Lífshlaupið ræst í tíunda sinn í Íþróttahúsi Holtaskóla, við Sunnubraut í Reykjanesbæ.Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:

• vinnustaðakeppni frá 1. – 21. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)

• framhaldsskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)

• grunnskólakeppni frá 1. – 14. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)

• einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt áriðTil þess að taka þátt í keppninni þarf að skrá sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag.Heimasíða verkefnisins er einföld og þægileg í notkun en ný síða var tekin í notukun á síðasta ári. Allt skráningarferlið er orðið mun einfaldara og síðan er aðgengileg í öllum snjalltækjum. Nú er einnig hægt að lesa inn í Lífshlaupið úr bæði Strava og Runkeeper. Þegar búið er að skrá sig inn í kerfið og farið er í að skrá stigin er hægt að ná í færslur úr Strava og Runkeeper.ÍSÍ hvetur alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað eða í sínum skóla.Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, á hronn@isi.is, eða í síma: 514-4000. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið lifshlaupid@isi.is.Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: Advania, Rás 2 og MS

UMFÍ - Umræðupartý fyrir ungt fólk (18-30 ára)

 

UMFÍ mun standa fyrir umræðupartýi fyrir ungt fólk (18-30 ára) föstudaginn 3. febrúar þar sem rætt verður um stefnu UMFÍ og framtíðarsýn.

Umræðupartýið fer fram milli kl 17:00 – 19:30 í húsnæði UMFÍ í Reykjavík. Tilgangur partýsins er að ná fólki saman, bæði forystufólki innan ungmennafélagshreyfingarinnar og ungmennum. Jafnframt er markmiðið með partýinu að gefa ungmennum tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á það hvernig UMFÍ vinnur með verkefni sem hugsuð eru fyrir ungt fólk.Ungmenni á aldrinum 18 – 30 ára eru því sérstaklega hvött til þess að mæta með stjórnendum félaganna. Ungmennaráð UMFÍ mun sjá um að stýra stuðinu. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. UMFÍ styrkir ferðakostnað þeirra sem þurfa að ferðast lengra en 50km aðra leið til þess að taka þátt í umræðupartýinu. Athygli er vakin á því að aðeins ódýrasti ferðamátinn er endurgreiddur. Þátttakendur þurfa að skila inn kvittunum til þess að fá ferðakostnað endurgreiddan.Þeir sem hafa áhuga á að fara eru beðnir að hafa samband við skrifstofu UMSS umss@umss.is

Íþróttamaður Skagafjarðar 2016

Gleðilegt nýtt íþróttaár

Þann 29. desember síðastliðinn fór fram hátíðlega athöfn í Húsi Frítímans, þar sem Íþróttamaður Skagafjarðar 2016 var valinn, ásamt liði og þjálfara ársins. Einnig voru veittar viðurkenningar til ungra og efnilegra íþrótta pilta og stúlkna.

 

Pétur Rúnar Birgisson, var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2016.

Pétur átti frábært ár og er orðinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum landsins, þrátt fyrir það að vera ungur að árum. Pétur hefur sýnt það, að þegar maður er tilbúinn í að leggja sig fram 100% í það sem maður ætlar sér þá uppsker maður eftir því. Pétur hefur undanfarin þrjú ár stýrt Tindastólsliðinu og staðið sig frábærlega í því hlutverki. Pétur lék einnig stórt hlutverk með U20-landsliðinu á árinu sem leið, en liðið vann sig upp í það að leika sem A-þjóð. Á þessu tímabili sem er hálfnað, er Pétur búinn að spila óaðfinnanlega fyrir liðið og leiðir deildina í flestum stoðsendingum, með  7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik ásamt því að skora  17,3 stig að meðaltali í leik. Einnig má nefna það að Pétur var valin í úrvalslið Dominos deildarinnar þann 16. des.  fyrir fyrri umferð deildarinnar.

 

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu, var valið Lið ársins 2016.

Meistaraflokkur karla lék í 3.deild árið 2016 og sigraði deildina með yfirburðum sem vöktu athygli víða.  Liðið hampaði Íslandsmeistaratitli og fékk bikarinn afhentan áður en leiktíðinni lauk, yfirburðirnir voru slíkir. Liðið lék 18 leiki á deildinni, tapaði fyrsta leik en sigraði síðan alla leikina sautján sem eftir voru, en þetta er ótrúlegt afrek í íslenskri knattspyrnusögu.  Þessi ótrúlegi árangur og velgengni náði langt út fyrir bæjarmörkin enda verður þetta líklega ekki leikið eftir í bráð.

 

Israel Martin var valinn Þjálfari ársins 2016.

Martin tók við liði meistaraflokk karla hjá körfuknattleiksdeildar Tindastóls í nóvember síðastliðinn, eftir að samkomulag var gert við Jose Maria Costa um að hann léti af störfum. Martin er nú í annað sinn yfirþjálfari félagsins og hefur byrjað alveg frábærlega. Liðið hefur verið á miklu flugi eftir að hann tók við og er á toppnum í deildinni. Martin þjálfar einnig unglingaflokk kvenna og er yfirþjálfari yngri flokka.

 

Eftirtaldir aðilar voru valin sem ungir og efnilegir íþróttamenn Skagafjarðar 2016.

 

Golfklúbbur Sauðárkróks; Bogi Sigurbjörnsson og Hildur Heba Einarsdóttir

 

Hestamannafélagið Skagfirðingur; Freydís Þóra Bergsdóttir, Herjólfur Hrafn Stefánsson og Júlía Kristín Pálsdóttir

 

Ungmenna-/íþróttafélagið Smári; Ari Óskar Víkingsson og Berglind Gunnarsdóttir

 

Ungmennafélagið Neisti; Inga Sara Eiríksdóttir

 

Ungmennafélagið Tindastóll,

 

Frjálsíþróttadeild; Andrea Maya Chirikadzi

 

             Júdódeild; Tsvetan Tsvetanov Michevski

 

Knattspyrnudeild; Atli Dagur Stefánsson, Jón Grétar Guðmundsson, Kristrún María Magnúsdóttir og Vigdís Edda Friðriksdóttir

 

Körfuknattleiksdeild; Eva Rún Dagsdóttir, Jón Gísli Eyland Gíslason, Ragnar Ágústsson og Telma Ösp Einarsdóttir       

 

             Skíðadeild; Stefán Jón Ólafsson

 

                              

 

               

 

Skráning á unglingalandsmót 2014

Syndicate content