Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Kosning íþróttamanns Skagafjarðar 2012

Kosning íþróttamanns Skagafjarðar 2012

Kosningin fer fram miðvikudaginn 12 Desember   í húsi frítímanns Sauðárkróki og hefst kl 20:00 .

Formenn aðildarfélaga/deilda UMSS hafa kosningarrétt

 

Kostir og gallar getuskiptingar í íþróttum "Fréttatilkynning frá ÍSÍ"

Fimmtudaginn 13. desember verður hádegisfundur í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Þar munu Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ og knattspyrnuþjálfari og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ og þjálfari A-landsliðs kvenna ræða um kosti og galla getuskiptingar í íþróttum. Miklar umræður hafa skapast um þetta málefni á undanförnum vikum og eru skoðanir mjög skiptar. Fyrirkomulag fundarins mun verða þannig að hvort um sig verður með 15 mínútna framsögu en svo mun fundargestum gefið tækifæri til að spyrja úr sal. Skráning fer fram á skraning@isi.is en þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

Kveðja
Ragnhildur Skúladóttir
Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6
104 Reykjavík
s. 514 4010
www.isi.is

TINDASTÓLL Lengjubikarmeistari 2012 í körfuknattleik Karla

Tindastóll sigrað Snæfell örugglega í úrslitaleik Lengjubikarsins 96-81 og eru því ákaflega verðskuldaðir Lengjubikarmeistarar 2012. Frábært bikarár að baki hjá Tindastól en það er ekki algengt að körfuknattleikslið komist  í tvo bikarúrslitaleiki á sama árinu.  Stjórn UMSS óskar þjálfara og leikmönnum til hamingju með þennan árangur.

 

Val íþróttamanns Skagafjarðar 2012

Föstudaginn 28. desember n.k. verður íþróttamaður Skagafjarðar valinn við hátíðlega athöfn sem mun fara fram í Húsi Frítímans.

Aðildarfélög og deildir skulu velja  1 fullorðin einstakling frá viðkomandi félagi/deild
Með þessu fylgja greinagerðir um þessa einstaklinga . Einnig skal fylgja með nöfn unga og efnilegra íþróttamanna hjá hverju félagi í viðkomandi íþróttagrein sem félagið er með.  Pilt og Stúlku.
ATHUGIР Skiladagur er 10 desember 2012 . Fyrir þessar greinagerðir.

Kosning fer fram Miðvikudaginn 12 desember Nánari tímasetning verður auglýst seinna

Reglugerð um vinnulag við val á Íþróttamanni Skagafjarðar
1. Val á íþróttamanni Skagafjarðar skal kynnt á hátíðarsamkomu UMSS um hver áramót.
2. Aðildarfélög UMSS skal gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa fyrir hverja íþróttagrein sem stunduð er hjá viðkomandi félagi fyrir 10. desember til þess að verða útnefndur íþróttamaður ársins. Einnig er stjórn UMSS heimilt að tilnefna fulltrúa til viðbótar til að vera í kjöri. Með tilnefningu skal fylgja greinargerð, þar sem íþróttaafrek viðkomandi íþróttamanns eru tíunduð. Byggist á árangri í keppni fullorðinna.
3. Valnefnd Íþróttamanns Skagafjarðar skal skipuð eftirfarandi fulltrúum; stjórn UMSS, formanni í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar, fulltrúa fréttablaðsins Feykis, Íþróttafulltrúa, formönnum aðildarfélaga og deildum innan Tindastóls

Hægt er að senda niðurstöður á netfangið umss@simnet.is
Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Leifsson í síma 8254629 eða á netfangið sigurjon.leifsson@ks.is

                                                          Með íþróttakveðju

                                                             Stjórn UMSS
 

Góður árangur á Silfurleikum ÍR

Frjálsíþróttadeild ÍR hélt sína árlegu Silfurleika ÍR í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 17. nóvember.  Metþátttaka var á mótinu að þessu sinni, skráðir keppendur voru 666 talsins og í mörgum greinum voru keppendur á bilinu 40-60 talsins.  Skagfirðingar sem kepptu voru 13 og unnu þeir alls til 16 verðlauna.  Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta.  Auk þess unnu Skagfirðingar til 12 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna á mótinu.

Verðlaunahafar UMSS:
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17):  1. sæti í 60m og 2. sæti í 200m hlaupi.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14):  2. sæti í 60m, 200m, 60m grindahlaupi og þrístökki.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (15):  2. sæti í 60m, 60m grindahlaupi og hástökki.
Ari Óskar Víkingsson (11):  2. sæti í 60m hlaupi.
Berglind Gunnarsdóttir (11):  2. sæti í kúluvarpi.
Sæþór Már Hinriksson (12):  2. sæti í þrístökki.
Vala Rún Stefánsdóttir (13):  2. sæti í kúluvarpi.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir (14):  3. sæti í 60m grindahlaupi og kúluvarpi.
Elínborg Margrét Sigfúsdóttir (13):  3. sæti í 600m hlaupi.
Aðrir keppendur UMSS stóðu sig líka með sóma og voru framarlega í sínum greinum.

Til hamingju keppendur og þjálfarar hjá félögum UMSS.
 heimild tindastoll.is
 

Syndicate content