Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Sveinn Margeirs með héraðsmet í 5000 m hlaupi - 3/6/2003

Sveinn Margeirsson og Kári Steinn Karlsson kepptu í 5000 m hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti, Bowermanmótinu í Kaupmannahöfn í gær.

Sunna með 2. sæti á Smáþjóðaleikunum - 4/6/2003

Sunna Gestdóttir varð fyrst keppenda UMSS til að tryggja sér verðlaun á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Hún gerði sér lítið fyrir og lenti í 2. sæti í 100 m hlaupi á tímanum 12,02 sek (meðvindur 1,6 m/sek). Hún var einnig með annan besta tímann inn í úrslit á 12,03 sek (meðvindur 0,5 m/sek).

Keppendur úr Skagafirði á Smáþjóðaleikana - 27/5/2003

Nokkrir keppendur úr Skagafirði hafa verið valdir til að taka þátt í Smáþjóðarleikunum á Möltu í byrjun júní. Keppendurnir eru allir úr frjálsíþróttageiranum og undirstrika enn eina ferðina styrk sinn með því að eiga þess kost að keppa fyrir Íslands hönd. 

Héraðsmót í hestaíþróttum 7. og 9. júní - 27/5/2003

Héraðsmót í hestaíþróttum verður á Vindheimamelum laugardaginn 7. og mánudaginn 9. júní. Forkeppni verður 7. júní og keppt til úrslita 9. júní. Tekið verður á móti skráningum 2. og 3. júní í síma 453 5460.
Keppnisgreinar verða eftirfarandi:
Fullorðnir: Tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 100 m fljúgandi skeið

Héraðsmót í sundi 30. maí - 26/5/2003

Héraðsmót í sundi verður 30. maí kl 19:30 í sundlaug Sauðárkróks. Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði karla og kvenna: 200 m fjórsund, 100 m bringusund, 100 m baksund, 100 m flugsund, 100 m skriðsund og 500 m skriðsund.

Syndicate content