Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Íþróttamaður Tindastólls 2012

 Íþróttamaður Tindastóls 2012

 
Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls í hófi sem var haldið 28 desember á Sauðárkróki.  Hver deild innan Tindastóls tilnefndi sinn fulltrúa í þetta kjör þar sem Atli varð hlutskarpastur.
 
Atli Arnarson sem er fæddur árið 1993 hefur verið lykilmaður í knattspyrnuliði Tindastóls á síðustu árum og er drengur góður jafnt innan vallar sem utan.
 
heimild Tindastóll.is
 
 

Íþróttamaður UMSS 2012

 Íþróttamaður UMSS 2012 er Mette Camilla Moe Mannseth úr hestamannafélaginu Léttfeta. Þetta var niðurstaðan úr kjöri hjá formönnum aðildarfélaga og deilda innan UMSS. 

Kosninginn er eftirfarandi í fyrstu 3 sætunum

Mette Camilla Moe Mannseth   112 stig

Helgi Rafn Viggósson                  94 stig

Árný Lilja Árnadóttir                     88 stig    

UMSS óskar Mette til hamingju með tilnefninguna

                                        

íþróttamenn sem eru tilnefndir til íþróttamanns Skagafjarðar

Þessir íþróttamenn frá UMSS eru tilnefndir til íþróttamanns Skagafjarðar 2012

Þeir eru í stafrósröð félagana

 

Bílaklúbbur Skagafjarðar:          Baldur Haraldsson
Golfklúbbur Sauðárkróks:          Árný Lilja Árnadóttir
Hestamannafélagið Léttfeti:     Mette Camilla Moe Mannseth
Hestamannafélagið Stígandi:    Þórarinn Eymundsson
Hestamannafélagið Svaði:        Hanna Maria Lindmark
Knattspyrnudeild UMFT:           Atli Arnarsson
Körfuknattleiksdeild UMFT:       Helgi Rafn Viggósson

Valið fer fram Föstudaginn 28 Desember og hefst athöfninn kl 17:00 'I Húsi frítímanns

 

UMSS fær úthlutun úr menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum í dag 18 desember til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum , En þess má geta að í dag eru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.  Stjórn UMSS þakkar Menningarsjóðnum fyrir þessa veitingu sem mun styrkja starf félagsins áfram.

Stjórninn

Jólamót UMSS í frjálsum innanhúss 20.12

Jólamót UMSS í frjálsum innanhúss verður haldið Fimmtudaginn 20 Desember . Mótið verður haldið í Íþróttahúsinu Varmahlíð og hefst kl 16:00. keppnisgreinar verða Hástökk með atr. og án atr. Langstökk án atr. þrístökk án atr. og kúluvarp. Mótið er fyrir aldurinn 10 ára og eldri . Skráning er hjá þjálfurum og á fri.is .

Frjálsíþróttaráð UMSS

Syndicate content