Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Sveinn Margeirs með íslandsmet í 3000 m hindrun - 12/6/2003

Áfram heldur Sveinn Margeirsson að bæta sig og setti hann í dag íslandsmet í 3000 m hindrun á tímanum 8:46.20 mín. Bætti Sveinn þar með lífsseigt 22 ára gamalt met Jóns Diðrikssonar um rúmar þrjár sekúndur og sinn eigin árangur um fimm og hálfa sekúndu. Sannarlega glæsilegur árangur og er eins víst að fleiri met falli hjá Sveini á næstu mánuðum.

Námskeið á Spáni fyrir unga leiðtoga - 2/6/2003

Ungmennafélagi Íslands hefur borist  boð um þátttöku í námskeiði sem heitir "Training cours for young leaders" sem haldið verður á Alicante á Spáni 13. – 19. júlí nk.  Námskeiðið er ætlað ungum leiðtogum á aldrinum 18 -30 ára og er aðaláhersla á verkefnastjórnun (project and event management). Ekki er nauðsynlegt að þátttakendur séu vanir í verkefnastjórnun.

Sunna með íslandsmet í langstökki - 7/6/2003

Sunna Gestsdóttir tvíbætti íslandsmetið í langstökki á Smáþjóðaleikunum í dag og lenti í 2. sæti. Sunna stökk tvívegis lengra en gamla íslandsmetið, fyrst 6,27 m og svo 6,30 m. Sunna keppti einnig í úrslitum í 200 m hlaupi og lenti þar í 2. sæti á tímanum 24,36 sek (meðvindur 0,0 m/sek). Eins var Sunna í sveit Íslands sem lenti í 3.

UMSS og Landsmót 2004 saman í húsnæði - 4/6/2003

UMSS og Landsmót 2004 eru komin undir sama þak að Víðigrund 5 á Sauðárkróki (hús Oddfellow). Flutningar í hið nýja húsnæði standa yfir þessa dagana en stefnt er að formlegri opnun skrifstofanna eftir um hálfan mánuð.

Vilborg með 3. sæti á Smáþjóðaleikunum - 5/6/2003

Vilborg Jóhannsdóttir lenti í 3. sæti í 100 m grindahlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag með tímann 15,36 sek (meðvindur 1,2 m/sek).  Ragnar Frosti Frostason keppti í úrslitum 400 m hlaupsins og endaði í 8. sæti á tímanum 50,67 sek.  Einnig keppti Sunna Gestsdóttir í undanrásum í 200 m hlaupi og komst léttilega í úrslit á tímanum 24,30 sek (mótvindur 0,2 m/sek).

Syndicate content