Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Sunna og Sigurbjörn með sigur á Miðnæturmóti ÍR - 15/6/2003

Miðnæturmót ÍR var haldið var í Laugardalnum 12. júní síðastliðinn. Hápunktur mótsins var 200 metra minningarhlaup um Hauk Clausen sem lést í síðasta mánuði en Haukur var eins fólk veit einhver fremsti spretthlaupari Evrópu um miðja síðustu öld.

Unglingamót í frjálsum íþróttum - 18/6/2003

Unglingamót í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára verður í Varmahlíð sunnudaginn 22. júní næstkomandi. Stefnt er að keppni í flokkum 10 ára og yngri seinni partinn í júlí. Keppnisgreinar á sunnudaginn verða eftirfarandi:
11-12 ára; 60 m hlaup, boltakast, langstökk, hástökk, kúluvarp, 800 m hlaup.

Opið hús á Víðigrund 5 - 14/6/2003

Á miðvikudaginn 18. júní kl 20-22 verður opið hús í nýrri skrifstofuaðstöðu UMSS og Landsmóts 2004 að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Allir er sérstaklega boðnir velkomnir í spjall og kaffisopa.

Gauti Ásbjörns með íslandsmet drengja í stangarstökki - 16/6/2003

Gauti Ásbjörnsson varð í dag íslandsmeistari í tugþraut drengja á Laugarvatni eftir hörkukeppni við Fannar Gíslason FH, Gauti hlaut samtals 5875 stig en Fannar endaði með 51 stigi minna.

Glæsilegur árangur á fyrri hluta Meistaramóts Íslands í frjálsum - 16/6/2003

Áfram heldur frjálsíþróttafólkið að láta á sér bera og nú á fyrri hluta MÍ á Laugarvatni þar sem keppt er í lengri boðhlaupum og fjölþrautum. Sveit UMSS sigraði í 4x800m boðhlaupi karla á tímanum 8:03,83 mín. Kvennasveit UMSS varð í öðru sæti  í 3x800 má tímanum 7:54,00 mín.

Syndicate content