Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Opið hús á Víðigrund 5 - 14/6/2003

Á miðvikudaginn 18. júní kl 20-22 verður opið hús í nýrri skrifstofuaðstöðu UMSS og Landsmóts 2004 að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Allir er sérstaklega boðnir velkomnir í spjall og kaffisopa.

Gauti Ásbjörns með íslandsmet drengja í stangarstökki - 16/6/2003

Gauti Ásbjörnsson varð í dag íslandsmeistari í tugþraut drengja á Laugarvatni eftir hörkukeppni við Fannar Gíslason FH, Gauti hlaut samtals 5875 stig en Fannar endaði með 51 stigi minna.

Glæsilegur árangur á fyrri hluta Meistaramóts Íslands í frjálsum - 16/6/2003

Áfram heldur frjálsíþróttafólkið að láta á sér bera og nú á fyrri hluta MÍ á Laugarvatni þar sem keppt er í lengri boðhlaupum og fjölþrautum. Sveit UMSS sigraði í 4x800m boðhlaupi karla á tímanum 8:03,83 mín. Kvennasveit UMSS varð í öðru sæti  í 3x800 má tímanum 7:54,00 mín.

Sveinn Margeirs með íslandsmet í 3000 m hindrun - 12/6/2003

Áfram heldur Sveinn Margeirsson að bæta sig og setti hann í dag íslandsmet í 3000 m hindrun á tímanum 8:46.20 mín. Bætti Sveinn þar með lífsseigt 22 ára gamalt met Jóns Diðrikssonar um rúmar þrjár sekúndur og sinn eigin árangur um fimm og hálfa sekúndu. Sannarlega glæsilegur árangur og er eins víst að fleiri met falli hjá Sveini á næstu mánuðum.

Námskeið á Spáni fyrir unga leiðtoga - 2/6/2003

Ungmennafélagi Íslands hefur borist  boð um þátttöku í námskeiði sem heitir "Training cours for young leaders" sem haldið verður á Alicante á Spáni 13. – 19. júlí nk.  Námskeiðið er ætlað ungum leiðtogum á aldrinum 18 -30 ára og er aðaláhersla á verkefnastjórnun (project and event management). Ekki er nauðsynlegt að þátttakendur séu vanir í verkefnastjórnun.

Syndicate content