Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Sunna Gestdóttir með 2. sæti í Evrópubikarnum - 22/6/2003

Sunna Gestsdóttir varð í dag í 2. sæti í 200 metra hlaupi á 24,27 sek (0,5m/sek mótvindur). Sunna varð í þriðja sæti í langstökkinu með 6,22 m eftir mikla og harða keppni um annað sæti. Hún keppti einnig í 4x400 m boðhlaupi sem endaði í 7 sæti. Sveinn Margeirsson keppti í 3000 m  hindrunarhlaupi og endaði í 5. sæti á tímanum 8:53.04 mín.

Keppendur frá UMSS í Evrópubikarnum í frjálsum - 21/6/2003

Um helgina er keppt í Evrópubikarkeppninni í frjálsum og eru þar þrír keppendur frá UMSS. Á fyrri degi mótsins þá stóð Sunna Gestsdóttir sig vel og lenti í 4. sæti í 100 m hlaupi á timanum 12,03 sek (0,2 m/sek mótvindur). Hún var einnig í 4x100 m boðhlaupssveitinni sem endaði í 4. sæti.

Héraðsmót í hestaíþróttum, úrslit - 17/6/2003

Héraðsmót í hestaíþróttum var haldið á Vindheimamelum 7. og  9. júní. Þátttaka var ágæt, árangur að mörgu leiti góður og greinilegt að gæðin í hestamennskunni eru á réttri leið.
Fimmgangur
1 Anton Níelsson / Perla frá Hömluholti  6,79  
2 Magnús Bragi Magnússon / Rauði frá Halldórsstöðum 6,76 

Sunna og Sigurbjörn með sigur á Miðnæturmóti ÍR - 15/6/2003

Miðnæturmót ÍR var haldið var í Laugardalnum 12. júní síðastliðinn. Hápunktur mótsins var 200 metra minningarhlaup um Hauk Clausen sem lést í síðasta mánuði en Haukur var eins fólk veit einhver fremsti spretthlaupari Evrópu um miðja síðustu öld.

Unglingamót í frjálsum íþróttum - 18/6/2003

Unglingamót í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára verður í Varmahlíð sunnudaginn 22. júní næstkomandi. Stefnt er að keppni í flokkum 10 ára og yngri seinni partinn í júlí. Keppnisgreinar á sunnudaginn verða eftirfarandi:
11-12 ára; 60 m hlaup, boltakast, langstökk, hástökk, kúluvarp, 800 m hlaup.

Syndicate content