Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Glæsilegur árangur á stórmóti Gogga galvaska - 2/7/2003

Á Stórmót Gogga galvaska, sem haldið var í Mosfellsbæ 26.-28. júní síðastliðinn, fór fríður flokkur efnilegra krakka úr Skagafirði á aldrinum 11-14 ára. Árangur krakka úr röðum UMSS var til stórrar fyrirmyndar og endaði hópurinn í 3. sæti í samalagðri stigakeppni mótsins sem reiknað var út fyrir keppendur 11-14 ára.  Bestum árangri náðu eftirfarandi:

Krókshlaup 5. júlí - 26/6/2003

Krókshlaup sem undanfarin ár hefur verið í umsjá UMSS verður alfarið í höndum Tindastóls þetta árið. Það hefst kl. 14:00 við Sundlaug Sauðárkróks. Vegalengdir 3 km án tímatöku og 10 km með tímatöku. Sjá nánar um hlaupið á frjalsar.com og hlaup.is.

 

Sunna Gestdóttir með 2. sæti í Evrópubikarnum - 22/6/2003

Sunna Gestsdóttir varð í dag í 2. sæti í 200 metra hlaupi á 24,27 sek (0,5m/sek mótvindur). Sunna varð í þriðja sæti í langstökkinu með 6,22 m eftir mikla og harða keppni um annað sæti. Hún keppti einnig í 4x400 m boðhlaupi sem endaði í 7 sæti. Sveinn Margeirsson keppti í 3000 m  hindrunarhlaupi og endaði í 5. sæti á tímanum 8:53.04 mín.

Keppendur frá UMSS í Evrópubikarnum í frjálsum - 21/6/2003

Um helgina er keppt í Evrópubikarkeppninni í frjálsum og eru þar þrír keppendur frá UMSS. Á fyrri degi mótsins þá stóð Sunna Gestsdóttir sig vel og lenti í 4. sæti í 100 m hlaupi á timanum 12,03 sek (0,2 m/sek mótvindur). Hún var einnig í 4x100 m boðhlaupssveitinni sem endaði í 4. sæti.

Héraðsmót í hestaíþróttum, úrslit - 17/6/2003

Héraðsmót í hestaíþróttum var haldið á Vindheimamelum 7. og  9. júní. Þátttaka var ágæt, árangur að mörgu leiti góður og greinilegt að gæðin í hestamennskunni eru á réttri leið.
Fimmgangur
1 Anton Níelsson / Perla frá Hömluholti  6,79  
2 Magnús Bragi Magnússon / Rauði frá Halldórsstöðum 6,76 

Syndicate content