Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Gauti bætir enn metið í stangarstökki - 12/7/2003

Gauti Ásbjörnsson er þessa dagana og vikurnar í miklum ham í stangarstökkinu. Á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í dag tvíbætti hann íslandsmetið í drengjaflokki, fyrst 4,20 m og síðan 4,32 m. Gauti átti einnig eldra metið 4,12 m sett fyrir 3 vikum síðan.

Unglingamót í frjálsum 22. júlí - 12/7/2003

Frjálsíþróttamót fyrir 12 ára og yngri verður á Varmahlíðarvelli þriðjudaginn 22. júlí kl 19-21. Keppnigreinar og flokkar verða eftirfarandi:
5-8 ára: 60 m, langstökk, boltakast
9-10 ára: 60 m, 600 m, langstökk, boltakast
11-12 ára: 60 m, 600 m, langstökk, kúluvarp, spjótkast

 

Vilborg í Evrópubikarnum í fjölþrautum - 6/7/2003

Vilborg Jóhannsdóttir keppti um helgina Í Evrópubikarnum í fjölþrautum í Maribur í Slóveníu. Vilborg hlaut samtals 4.650 stig í sjöþrautinni, sem er 255 stigum frá hennar besta árangri, og endaði nálægt 20. sæti. Besti árangur Vilborgar er 4905 frá því í Ejsbjerg árið 2000.
Árangur Vilborgar í einstökum greinum var eftirfarandi:

Leiðabók UMFÍ komin úr prentun - 4/7/2003

Leiðabók UMFÍ komin úr prentun en hún hefur að geyma upplýsingar um Göngum um Ísland og Fjölskyldan á fjallið, göngu og útivistarverkefni UMFÍ. Með bókinni er verið að hvetja fólk til að stunda holla útivist í formi lengri og skemmri gönguleiða.
Leiðabókin hefur verið í dreifingu síðustu daga og er að nálgast hana á Essostöðvun og ferðamannastöðum.

Unglingamót í frjálsum, úrslit - 3/7/2003

Unglingamót UMSS var haldið sunnudaginn 22. júní síðastliðinn á vellinum í Varmahlíð. Umgjörð og aðstaða var með besta móti svo og veðrið sem lék við hvurn sinn fingur. Keppni var skemmtileg og spennandi en þátttaka hefði mátt vera heldur meiri. Úrslit urður eftirfarandi:

13-14 ára
100 m Hlaup     

Syndicate content