Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Héraðsmót UMSS í frjálsum laugardaginn 19. júlí - 15/7/2003

Héraðsmót UMSS verður haldið í Varmahlíð laugardaginn 19. júlí.
Mótið hefst kl. 14:00. Skráning fer fram á staðnum eigi síðar en kl. 13:30.

Keppnisgreinar - karlar og konur:
100m hlaup, 400m hlaup, 1500m hlaup, langstökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast.
Grillað verður í mótslok og kostar það 1.000 kr.

 

Styttist í unglingalandsmótið - 15/7/2003

Senn líður að unglingalandsmótinu á Ísafirði en 25. júlí er síðasti dagur skráninga. Að sögn mótshaldara stefnir í algjöra metþátttöku á mótinu en þá og þegar eru komnar 1300 skráningar sem sé mun meira en á sama tíma fyrir landsmótið á Stykkishólmi fyrir ári síðan.

UMSS með sjö íslandsmeistaratitla um helgina - 14/7/2003

Keppendur UMSS stóðu sig vel á Meistaramóti Íslands í frjálsum 15-22 ára sem haldið var í Reykjavík um helgina og nældu í sjö íslandsmeistaratitla. Gauti Ásbjörnsson fór mikinn á mótinu. Áður hefur þess verið getið að hann setti íslandsmet í stöng með stökki upp á 4,32 m.

Sunna með sigur í 200 m hlaupi á Eyrarsundsleikunum - 14/7/2003

Sunna Gestsdóttir sigraði í 200 m hlaupi og varð önnur í langstökki á Eyrarsundsleikum í Helsingjaborg um helgina. Hún hljóp 200 metrana á 24,21 sek í aðeins of miklum meðvindi og stökk 5,98 m í langstökkinu. Besti löglegi árangur Sunna í 200 m hlaupi er 24,24 sek frá 1995 og nýsett íslandsmet hennar í langstökki er 6,30 m

 

Frjálsíþróttafólk UMSS og íslandsmetin - 13/7/2003

Frjálsíþróttafólk úr röðum UMSS hefur farið mikinn á síðustu árum og eiga nú skráð alls 76 íslandsmet, þar af 71 einstaklingsmet. Elsta metið á Sigurlína Gísladóttir en hún setti sitt lífseiga met í langstökki án atrennu árið 1973. Yngstu metin eru svo þrjú met Gauta Ásbjörnssonar frá því nú um helgina.

Syndicate content