Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Héraðsmót UMSS í frjálsum, úrslit - 27/7/2003

Héraðsmót UMSS var haldið á Varmahlíðarvelli laugardaginn 19. júlí síðastliðinn. Kepnni var jöfn og spennandi í mörgum greinum og árangur þokkalegur.

Annað sæti í stigakeppni Meistaramóts Íslands í frjálsum - 27/7/2003

Áfram var jöfn og spennandi keppni á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum sem fram fór um helgina. Sunna Gestdóttir leiddi áfram sitt fólk með 2 sigrum í dag og alls 5 yfir helgina. Hún sigraði í dag í 200 m hlaupi á 23,94 sek og þrístökki með 11,81 m.

Hörð keppni á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum - 26/7/2003

Á fyrri degi aðalmóts Meistaramóts Íslands í frjálsum sem fram fer á Skallagrímsvelli yfir helgina er hart barist í flestum greinum. Keppendur UMSS hafa staðið sig vel og uppskorið 5 sigra. Þar hefur Sunna Gestsdóttir verið fremst í flokki með sigur í 100 hlaupi á 12,34 sek og langstökki með 6,47 m auk þess að vera í sigursveitinni í 4x100 m boðhlaupi.

Unglingamót í frjálsum 12 ára og yngri, úrslit - 24/7/2003

Annað unglingamót sumarsins í frjálsum var haldið í Varmahlíð þriðjudaginn 22. júlí síðastliðinn. Keppt var eftirfarandi flokkum og greinum:
5-8 ára: 60 m, langstökk, boltakast.
9-10 ára: 60 m, 600 m, langstökk, boltakast. 1
1-12 ára: 60 m, 600 m, langstökk, kúluvarp, spjótkast.
13-14 ára: 60 m, langstökk

UMSS sigraði Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum - 21/7/2003

Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum fór fram á Dalvík um nýliðna helgi. Að þessu sinni tók fimm sveitir þátt, UMSS, ÍBA, HSÞ, UMSE og USAH. Keppni var jöfn og spennandi allt til loka en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein. Sigur vannst í fjórum greinum af sjö en það sem gerði keppnina svo jafna í stigakeppninni var óheppni og fremur dapur árangur í skeiðkeppninni.

Syndicate content