Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

UMSS endaði í þriðja sæti í Bikarkeppninni - 9/8/2003

Þrátt fyrir hetjulega baráttu náði lið UMSS ekki að vinna sig ofar en í þriðja sætið á eftir liði FH sem sigraði enn eitt árið og liði Breiðabliks sem lenti í öðru sæti. Þess ber að geta að öflugasta fólkið í Breiðablik eru fyrrum UMSS ingar þau Björn Margeirsson, Jón Arnar Magnússon og Þórunn Erlingsdóttir.

Hörkukeppni á fyrri degi Bikarkeppni FRÍ - 8/8/2003

Eins og við var búist var jöfn og spennandi keppni á fyrri degi Bikarkeppni FRÍ. FH leiðir með 85,5 stig, Breiðablik er með 82 og UMSS er með 81 stig í þriðja sæti.

Bikarkeppni FRÍ á morgun - 7/8/2003

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hefst á morgun á Laugardalsvelli. Nokkuð er ljóst að keppni verður jöfn og spennandi. Á síðasta ári lenti lið UMSS í öðru sæti og er að sjálfsögðu stefnan sett á að gera a.m.k. jafn vel í ár og helst að bæta árangurinn. Lokastaða efstu liða á síðasta ári var: FH 186 stig, UMSS 158 stig, UBK 135,5 stig, ÍR 135 stig.

Ágætis árangur á ULM á Ísafirði - 5/8/2003

Mótið sem var um síðustu helgi tókst í alla staði vel og voru keppendur og forráðamenn mjög ánægðir með hvernig til tókst. Ekki skemmdi veðrið heldur fyrir en gott veður var alla mótsdagana. Keppendur UMSS stóðu í ströngu og náðu margir þeirra mjög góðum árangri og sumir frábærum.

Góð þátttaka úr Skagafirði á ULM á Ísafirði - 31/7/2003

Ljóst er að mikil þátttaka verður úr Skagafirði á unglingalandsmótið sem haldið verður á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Alls eru 76 keppendur skráðir til leiks sem er nokkuð meira en búist var við af hálfu forráðamanna UMSS. Að sögn Haraldar framkvæmdastjóra hafa síðustu dagar verið erilsamir við skráningar og annan undirbúning en allt sé nú að verða klárt.

Syndicate content