Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Fundur UMFÍ, ÍSÍ, UMSS, USAH, USVH um Ánæjuvogina

 

fundur_a_blonduosiNiðurstöður úr Ánægjuvoginni sem UMFÍ og ÍSÍ fengu Rannsóknir og Greiningu til að vinna fyrir sig voru kynntar fyrir sambandsaðilum í USVH, USAH og UMSS á Blönduósi í gærkvöldi.

 

Fundurinn var vel sóttur og kaffiveitingarnar vel þegnar. Almenn ángæja var meðal fundargesta með fyrirlestur Dr.Viðars Halldórssonar.

 Mynd: Frá fundinum sem haldinn var á Blönduósi í gærkvöldi.

 

 heimild umfi.is 

Góður árangur UMSS á Stórmóti ÍR

Góður árangur á Stórmóti ÍR
Skagfirðingar unnu til 23 verðlauna
 

Skagfirðingarnir sem kepptu á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Reykjavík 26.-27.janúar stóðu sig með miklum sóma og unnu til 23 verðlauna, 2 gull, 12 silfur og 9 brons..  Mótið var mjög fjölmennt, keppendur nálægt 800, og keppni mjög spennandi í flestum greinum.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir lét mikið að sér kveða, sigraði í 2 greinum og varð í 2. sæti í 4 greinum.
 

Verðlaunahafar UMSS:
 

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (15) sigraði í langstökki og þrístökki og varð í 2. sæti í 60m, 200m og 400m hlaupum, og 60m grindahlaupi.
Sæþór Már Hinriksson (13) varð í 2. sæti í 60m grind. og kúluvarpi.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (karlafl.) varð í 2. sæti í 60m og 3. sæti í 200m hlaupi.
Ísak Óli Traustason varð í 2. sæti í 60m grind. (18-19) og 3. sæti í þrístökki (karlafl.).
Berglind Gunnarsdóttir (12) varð í 2. sæti í kúluvarpi.
Guðný Rúna Vésteinsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (16-17) varð í 2. sæti í langstökki.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17) varð í 2. sæti í hástökki.
Vala Rún Stefánsdóttir (14) varð í 3. sæti í hástökki og kúluvarpi.
Guðjón Ingimundarson (karlafl.) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (15) varð í 3. sæti í 60m hlaupi.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir (15) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Sveinbjörn Óli Svavarsson (16-17) varð í 3. sæti stangarstökki.
Vésteinn Karl Vésteinsson (14) varð í 3. sæti í kúluvarpi.

 

Til hamingju með frábæran árangur !

Heimild tindastoll.is

 

Stórmót ÍR í Frjálsíþróttum 26-27 Janúar

Stórmót ÍR í frjálsum verður haldið um helgina 26-27 janúar .                                                                   Ungmennasamband Skagafjarðar sendir 23 keppendur á þessa leika keppni hefst kl 9:00 á laugardag og líkur á sunnudag

Sjá má úrslit hér http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2018D1.htm

Reykjarvíkurleikar  RIG voru haldnir 19 janúar s.l  FRÍ bauð 6 keppendum frá UMSS til þáttöku á leikunum sem stóðu sig vel hér eru úrslit úr þeirri keppni  http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2022D1.htm

heimild fri.is

 

Lífshlaupið 2013

Skráning er hafin

Opnað hefur verið fyrir skráningu í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og hvatningarleik grunnskólanna. Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 6. febrúar. Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur.

Einnig er hægt að skrá sig í einstaklingskeppni, sem er í gangi allt árið. Endilega kynnið ykkur fyrirkomulag keppninnar nánar hér á síðunni.

       http://www.lifshlaupid.is/

   heimild isi.is                                                                           

UMF Tindastóll fær góða gjöf

FISK Seafood gefur Tindastóli góða gjöf


Fyrr í dag afhenti FISK Seafood á Sauðárkróki Tindastóli veglega gjöf.  Það var fólksflutningabifreið að gerðinni Mercedes Benz Sprinter 519 CDI.  Bifreiðin er ný og  beint úr kassanum.  Bifreiðin tekur 17 farþega og er sérstaklega gott bil á milli sætanna og eins er mjög mikið pláss fyrir töskur og farangur enda er bifreiðin sérlega löng.  Í bifreiðinni er einnig afþreyingakerfi sem inniheldur m.a. DVD skjá og spilara.
 
Það var Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood sem afhenti Tindastóli bílinn og lagði áherslu á öryggi barna og unglinga á ferðum þeirra fyrir Tindastól.  Hann sagðist gera sér grein fyrir miklum ferðakostnaði í íþróttum og vonaði að þessi gjöf kæmi sér vel fyrir iðkendur og fjölskyldur sem eru með börn og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi.  Einnig sagði hann að gjöfin væri viðurkenning og um leið hvatning  fyrir gott starf hjá félaginu.
 
FISK Seafood hefur verið sérstaklega öflugur stuðningsaðili við knattspyrnudeild Tindastóls í gegnum tíðina og er m.a. aðalstyrktaraðila að Króksmóti FISK sem haldið er á Sauðárkróki ár hvert.

 Ungmennasamband Skagafjarðar óskar UMF Tindastóli til hamingju með þessa veglegu gjöf

 

heimild: tindastoll.is

 

Syndicate content