Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

97. Ársþing UMSS 14. mars 2014 - Nýr formaður

97. Ársþing UMSS var haldið 14. mars í Ljósheimum í boði Bílaklúbbs Skagafjarðar.

Nýr formaður var kosinn, Arnrún Halla Arnórsdóttir sem kemur frá Ungmennasambandi Hjalta. Hún er hjúkrunarfræðingur og móðir, búsett á Sauðárkróki og er með brennandi áhuga á íþróttamenningu. Hún telur mikilvægt að tala máli allra íþróttafélaga sem falla undir sambandið með eflingu innviða og samvinnu að leiðarljósi.

Aðrir í stjórn eru Gunnar Þór Gestsson varaformaður Ungmennafélaginu Tindastól, Sígríður Fjóla Viktorsdóttir gjaldkeri Hestamannafélagið Skagfirðingur, Þorvaldur Gröndal ritari Golfklúbbur Sauðárkróks og Þórunn Eyjólfsdóttir meðstjórnandi frá Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári.

Aldrei of seint - Heilsuefling eldri aldurshópa

Fimmtudaginn 16. Mars næstkomandi standa ÍSÍ og fleiri aðilar fyrir ráðstefnu um málefni eldri aldurshópa í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Aldrei of seint – Heilsuefling eldir aldurshópa.

Ráðstefnan hefst kl. 14:00 með ávarpi forseta Íslands og lýkur henni um kl. 17:30.

Heilsuefling eldri aldurshópa - Hvað ætla stjórnvöld að gera?

Heilsuefling eldri aldurshópa og hvað stjórnvöld ætla að gera til að hrinda í framkvæmd markvissri heilsuefnlingu er viðfangsefni hálfs dags ráðstefnu sem verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. mars næstkomandi.

Rannsóknir hafa margsinnis staðfest að hreyfing og hollt mataræði leika lykilhlutverk til að bæta heilsu eldri borgara.

Á ráðstefnunni verður annars vegar farið ofan í saumana á því hvernig best er að standa að þessari heilsueflingu, fjallað um félagslega þáttinn og þátt næringar og hvers konar heilsurækt henti fólki í eldri aldurshópum. Meðal þeirra sem taka til máls eru öldrunarlæknir, íþrótta- og heilsufræðingur, heilsuhagfræðingur, félagsfræðingur og fyrrum íþróttamaður.

Hins vegar sitja borgarstjóri, landlæknir, heilbrigðisráðherra og sveitarstjóri fyrir svörum um það hvernig stjórnvöld ætla að beita sér í þessum efnum. Þessir aðilar hafa þegar fengið hnitmiðaðar spurningar um heilsueflingu sem þeir byrja á því að svara áður en þeir setjast í pallborðið.

„Ömurlegt er að eldast“ sungu ungu mennirnir í Rolling Stones fyrir hálfri öld (What a drag it is getting old). Nú er Mick Jagger orðinn 73 ára, sprækur sem aldrei fyrr þegar hann hendist þindarlaus um sviðið á tónleikum hljómsveitarinnar. Lykill hans að góðri heilsu og þoli er sá sami og hjá öllum öðrum sem bera sig eftir því, að stunda heilsurækt og borða hollt.

Ráðstefnan verður  í Tjarnarsal Ráðhússins. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefnan hefst kl. 14 með ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

 

Getur íþróttasálfræði hjálpað íþróttafólki og öðrum að ná lengra? Erindi í Auðunarstofu, Hólum í Hjaltadal

Hafrún Kristjánsdóttir Íþróttasálfræðingur flytur erindið "Getur íþróttasálfræði hjálpað íþróttafólki og öðrum að ná lengra?

Þann 14. mars kl. 20:00 í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal.

Aðgangur er ókeypis og kaffiveitingar verða í boði.
 
Fræðafundir heima á Hólum í boði Guðbrandsstofnunar og Menningarráðs Norðurlands vestra

UMFÍ - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur nú fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.

Ráðstefnan fer fram dagana 5 – 7. apríl næstkomandi á Hótel Laugabakka í Miðfirði.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára. Fjöldi þátttakanda er takmarkaður við 80 manns eða tvo þátttakendur frá hverju ungmennaráði auk starfsmanns ef vill. Þátttakendum yngri en 18 ára þarf að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald er 15.000kr. á hvern einstakling. Innifalið eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.

Ungmennaráð UMFÍ sér um framkvæmd og skipulag ráðstefnunnar.

Skráningafrestur er til 17. mars næstkomandi.

Smelltu hér til þess að skrá þig.  

Ertu með spurningu? – sendu þá línu á netfangið ungmennarad@umfi.is eða sendu póst á sabina@umfi.is eða ragnheidur@umfi.is

Viltu vita hvað UMFÍ gerir með ungu fólki?

UMFÍ og Ungmennaráð UMFÍ stóðu fyrir Umræðupartýi UMFÍ í byrjun febrúar. Þetta var fyrsta umræðupartýið af fjórum. Þarna hittu ungmenni framkvæmdastjóra sambandsaðila og aðildarfélaga UMFÍ og ræddu þau saman um eitt og annað sem félögin geta gert fyrir ungt fólk. Þetta var frábær og fjölmennur dagur.

 

 

Nóri skráningar- og greiðslukerfi

Kæru foreldrar, forráðamenn og íþróttaiðkendur.

Opnuð hefur verið ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI á vegum Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Til að byrja með verður hægt að skrá iðkendur sem eru á æfingum/námskeiðum hjá UMF Tindastól í frjálsum, júdó, knattspyrnu, körfubolta og í sundi. Einnig geta þeir sem eru á æfingum/námskeiðum hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð skráð sína iðkendur.

Hægt er að skipta upp greiðslum með greiðsluseðli (seðlagjöld koma á þessar greiðslur) og kreditkorti, eða staðgreiða með Maestro Debitkorti.

Skráning fer fram hér.

Leiðbeiningar um skráningar má finna hér.

Nánari upplýsingar á netfanginu umss@umss.is eða í síma 453 5460.

 

Syndicate content