Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Hjólað í vinnuna 3.-23. maí

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 3.-23.maí, það er Almenningsíþróttasvið Íþrótta og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem heldur utan um verkefnið.

En ÍSÍ hvetur fólk til þess að skrá sig í Hjólað í vinnuna. Glæsilegir vinningar frá Erninum verða dregnir út í Popplandi daglega á meðan á verkefninu stendur.

Hér má sjá upplýsingar um skráningu: http://www.hjoladivinnuna.is/…/hvernig-skrai-eg-mig-til-le…/

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar og skráningarblöð sem hægt er að prenta út og hengja upp t.d. á kaffistofunni http://www.hjoladivinnuna.is/um-hjol…/efni-til-ad-prenta-ut/

 

 

Hreyfivika UMFÍ 29. maí - 4. júní 2017

Hreyfivika UMFÍ 2017 verður dagana 29. maí - 4. júní.

UMFÍ hvetur sambandsaðila og sveitarfélög til þess að gerast boðberar hreyfingar. Hlutverk boðbera er að virkja fólkið í samfélaginu, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í samfélaginu og standa fyrir viðburðum sem allir geta sótt.

Viðburðir í Hreyfivikunni geta verið af ýmsum toga. Það getur verið opin íþróttaæfing fyrir alla, skipulagður göngutúr, frítt í sund eða harmonikkuball.

 

 

Á síðasta ári myndaðist afar skemmtileg stemning í mörgum sveitarfélögum í Hreyfiviku UMFÍ. Mjög margar skemmtilegar frásagnir voru sendar inn til UMFÍ með niðurstöðum dagsins. T.d. komu fregnir af því að fólk var mikið að bæta við sína venjulega metra, synda örlítið lengra en vaninn var. Eins komu sögur af fólki sem rifjaði upp sundtökin í stað þess eins að heimsækja heitapottinn. 
Efstu tíu sætin voru eftirfarandi árið 2016
  1. Rangárþing ytra (Hella) 487m á hvern íbúa. Samtals 401km.
  2. Hrísey 413m á hvern íbúa. Samtals 64km.
  3. Rangárþing eystra (Hvolsvöllur) 268m á hvern íbúa. Samtals 257km.
  4. Húnaþing, Hvammstangi 184m á hvern íbúa. Samtals 102km
  5. Blönduós 166m á hvern íbúa. Samtals 132km.
  6. Dalvíkurbyggð 158m á hvern íbúa. Samtals 212km.
  7. Fjallabyggð 119m á hvern íbúa. Samtals 144km.
  8. Fjarðabyggð, Eskifjörður 116m á hvern íbúa. Samtals 124km.
  9. Stykkishólmur 115m á hvern íbúa. Samtals 134km. 
  10. Ölfus, Þorlákshöfn 95m á hvern íbúa. Samtals 124km.
* Úrslit voru reiknuð með því að deila syntum metrum á íbúafjölda sveitarfélagsins.

Meiri upplýsingar má finna hér.

 

97. Ársþing UMSS 14. mars 2014 - Nýr formaður

97. Ársþing UMSS var haldið 14. mars í Ljósheimum í boði Bílaklúbbs Skagafjarðar.

Nýr formaður var kosinn, Arnrún Halla Arnórsdóttir sem kemur frá Ungmennasambandi Hjalta. Hún er hjúkrunarfræðingur og móðir, búsett á Sauðárkróki og er með brennandi áhuga á íþróttamenningu. Hún telur mikilvægt að tala máli allra íþróttafélaga sem falla undir sambandið með eflingu innviða og samvinnu að leiðarljósi.

Aðrir í stjórn eru Gunnar Þór Gestsson varaformaður Ungmennafélaginu Tindastól, Sígríður Fjóla Viktorsdóttir gjaldkeri Hestamannafélagið Skagfirðingur, Þorvaldur Gröndal ritari Golfklúbbur Sauðárkróks og Þórunn Eyjólfsdóttir meðstjórnandi frá Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári.

Aldrei of seint - Heilsuefling eldri aldurshópa

Fimmtudaginn 16. Mars næstkomandi standa ÍSÍ og fleiri aðilar fyrir ráðstefnu um málefni eldri aldurshópa í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Aldrei of seint – Heilsuefling eldir aldurshópa.

Ráðstefnan hefst kl. 14:00 með ávarpi forseta Íslands og lýkur henni um kl. 17:30.

Heilsuefling eldri aldurshópa - Hvað ætla stjórnvöld að gera?

Heilsuefling eldri aldurshópa og hvað stjórnvöld ætla að gera til að hrinda í framkvæmd markvissri heilsuefnlingu er viðfangsefni hálfs dags ráðstefnu sem verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. mars næstkomandi.

Rannsóknir hafa margsinnis staðfest að hreyfing og hollt mataræði leika lykilhlutverk til að bæta heilsu eldri borgara.

Á ráðstefnunni verður annars vegar farið ofan í saumana á því hvernig best er að standa að þessari heilsueflingu, fjallað um félagslega þáttinn og þátt næringar og hvers konar heilsurækt henti fólki í eldri aldurshópum. Meðal þeirra sem taka til máls eru öldrunarlæknir, íþrótta- og heilsufræðingur, heilsuhagfræðingur, félagsfræðingur og fyrrum íþróttamaður.

Hins vegar sitja borgarstjóri, landlæknir, heilbrigðisráðherra og sveitarstjóri fyrir svörum um það hvernig stjórnvöld ætla að beita sér í þessum efnum. Þessir aðilar hafa þegar fengið hnitmiðaðar spurningar um heilsueflingu sem þeir byrja á því að svara áður en þeir setjast í pallborðið.

„Ömurlegt er að eldast“ sungu ungu mennirnir í Rolling Stones fyrir hálfri öld (What a drag it is getting old). Nú er Mick Jagger orðinn 73 ára, sprækur sem aldrei fyrr þegar hann hendist þindarlaus um sviðið á tónleikum hljómsveitarinnar. Lykill hans að góðri heilsu og þoli er sá sami og hjá öllum öðrum sem bera sig eftir því, að stunda heilsurækt og borða hollt.

Ráðstefnan verður  í Tjarnarsal Ráðhússins. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefnan hefst kl. 14 með ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

 

Getur íþróttasálfræði hjálpað íþróttafólki og öðrum að ná lengra? Erindi í Auðunarstofu, Hólum í Hjaltadal

Hafrún Kristjánsdóttir Íþróttasálfræðingur flytur erindið "Getur íþróttasálfræði hjálpað íþróttafólki og öðrum að ná lengra?

Þann 14. mars kl. 20:00 í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal.

Aðgangur er ókeypis og kaffiveitingar verða í boði.
 
Fræðafundir heima á Hólum í boði Guðbrandsstofnunar og Menningarráðs Norðurlands vestra
Syndicate content